„Fannst við gera vel í að kreista þennan fram“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 21:55 Jóhann Þór Ólafsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með þriðja sigur Grindavíkur í röð í Subway-deild karla. Grindvíkingar lögðu Þórsara frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í kvöld. „Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Conor: Ég grét af gleði Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Nýr kani til Þórs Körfubolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
„Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Conor: Ég grét af gleði Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Nýr kani til Þórs Körfubolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira