„Fannst við gera vel í að kreista þennan fram“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 21:55 Jóhann Þór Ólafsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með þriðja sigur Grindavíkur í röð í Subway-deild karla. Grindvíkingar lögðu Þórsara frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í kvöld. „Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira
„Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira