„Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 21:15 Víðir segir hættumat hafa verið óbreytt síðustu sextán daga. Ekki sé tilefni til að grípa til frekari aðgerða. Vísir/Arnar HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“ Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“
Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira