„Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 21:15 Víðir segir hættumat hafa verið óbreytt síðustu sextán daga. Ekki sé tilefni til að grípa til frekari aðgerða. Vísir/Arnar HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“ Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“
Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira