Fótbolti

Sigur­vegarar FA-bikarsins ­fá rúm­­lega fjór­falt hærra verð­­launa­­fé en áður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea fékk 100 þúsund pund fyrir að vinna FA-bikarinn í vor, en næsta vor verður sú upphæð rúmlega fjórfölduð.
Chelsea fékk 100 þúsund pund fyrir að vinna FA-bikarinn í vor, en næsta vor verður sú upphæð rúmlega fjórfölduð. Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur ákveðið að auka verðlaunafé fyrir þátttöku í FA-bikar kvenna umtalsvert fyrir yfirstandandi tímabil.

Heildarverðlaunafé tvöfaldast á milli ára og fer úr þremur milljónum punda upp í sex milljónir punda. 

Liðið sem fer alla leið og verður bikarmeistari fær 430 þúsund pund, sem samsvarar tæplega 75 milljónum króna, fyrir sigurinn, en það er rúmlega fjórföld sú fjárhæð sem var í boði á síðasta tímabili þar sem 100 þúsund pund voru í boði fyrir sigurliðið. 

Kvennaboltinn á þó enn langt í land og til samanburðar fá bikarmeistararnir í karlaboltanum tvær milljónir punda fyrir sigurinn, sem samsvarar tæpum 350 milljónum íslenskra króna.

Sue Campbell, yfirmaður kvennafótboltans innan FA, segir þó að verið sé að stíga skref í rétta átt.

„Það að tvöfalda verðlaunaféð sýnir klárlega skulbindingu enska knattspyrnusambandsins við FA-bikar kvenna og að sambandið ætli að hjálpa okkur að viðhalda stöðu keppninnar sem virtustu bikarkeppni kvenna í heiminum,“ sagði Campell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×