Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 15:55 Forsvarsmanna Vy-þrifa biðu þessi skilaboð á húsnæðinu í Sóltúni 20 eftir fyrstu heimsókn eftirlitsins þann 26. september. HER Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER
Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51