„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:09 Lilja Ósk, íbúi í Grindavík náði hljóðbroti af drununum á heimili hennar þegar skjálfti reið yfir í nótt. Hér er hún ásamt börnunum sínum. Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30