Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 06:45 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fyrirspurn sína aftur fram á nýju þingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi. „Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22
Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27