Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta, og haft eftir bílstjóra á svæðinu. Fólkið sem hann hafi sótt hafi verið í mikilli geðshræringu vegna skjálftanna.
Um sé að ræða tugi fólks sem vilji komast burt, og að óskað hafi verið eftir bílum fyrir minnst 40 farþega, sem fara eigi með á hótel á Reykjanesskaga eða í Reykjavík.
Þá hafi grjót hrunið á vegg við anddyri hótelsins.