Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki.

Við heyrum í mótmælendum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs nú þegar mánuður er liðinn frá upphafi átakanna.

Grunnskólanemar í Grindavík æfa nú viðbrögð við skjálftum og mögulega rýmingu á skólanum. Við hittum nemendur sem anda þó rólega, enda öllu vanir eftir síðustu ár. Þá kemur Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofunni í settið og fer yfir stöðuna á Reykjanesi.

Við hittum einnig fjölskyldumann sem var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi. Hann hefur enn ekki getað snúið aftur til starfa vegna heilsubrests og er á meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi. Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum verður síðan fjallað ítarlega um málið.

Þá verðum við í beinni frá ráðhúsinu þar sem umræður um fjárhagsáætlun standa yfir og ræðum við fulltrúa minnihlutans og meirihlutans auk þess sem við sjáum myndir frá viðhöfninni í Lundúnum í dag þegar Karl Bretakonungur flutti fyrstu stefnuræðu ríkisstjórnarinnar sem konungur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×