Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 11:51 Matvælin voru geymd í kjallaranum í Sóltúni 30. Vísir/Vilhelm Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. Þetta kemur fram í skriflegum samskiptum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Vy-þrif að lokinni eftirlitsaðgerð í kjallarann þann 27. september síðastliðinn. Fréttastofa hefur fengið samskiptin afhent frá eftirlitinu. Í bréfinu segir að grunur hafi verið um að verið væri að geyma matvæli í húsnæðinu án þess að starfsemin væri með tilskilin leyfi. Ónafngreindur fulltrúi Vy-þrifa hafi verið viðstaddur aðgerðina fyrir hönd fyrirtækisins. Fram hefur komið að gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonn af matvælum hafi fundist í kjallaranum eftir athugasemdir nágranna sem tilkynntu um vonda lykt úr húsnæðinu. Málið er til rannsóknar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er langt komin að sögn eftirlitsins. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að mikið magn matvæla, þurrvara og fyrstivara hafi verið í kjallaranum. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt, nagdýr átt greiðan aðgang undir vörudyr en einnig upp um ólokuð niðurföll í húsnæðinu. Greinileg ummerki hafi verið um nagdýr innan um matvælin, bæði rottuskítur og rottuþvag. „Það er því mat Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að öll matvæl sem þarna eru geti verið hættuleg enda geymd við óheilsusamlegar aðstæður.“ Eftirlitið hafi stöðvað alla matvælastarfsemi í kjallaranum og tekið ákvörðun um að farga þyrfti öllum matvælum sem þar væru. Húsnæðið hefði verið innsiglað og fulltrúi Vy-þrifa upplýstur um að óheimilt væri að fara inn í húsnæðið án samþykkis eftirlitsins. Gerð var eftirlitsskýrsla sem fulltrúi Vy-þrifa móttók á staðnum. Kunnugt um meindýr, rottur og mýs Heilbrigðiseftirlitið minnir á að samkvæmt matvælalögum þurfa matvælafyrirtæki að hafa starfsleyfi fyrir starfsemi sinni. Starfsemi í kjallaranu í Sóltrúni hafi verið án starfsleyfis. Þá sé óheimilt að dreifa og geyma matvæli sem eru heilsuspillandi og óhæf til neyslu samkvæmt sömu lögum. Stjórnandi fyrirtækisins sé ábyrgur fyrir því að starfsemin sé í samræmi við lögin og tryggja að ekki berist matvæli á markað sem geti valdið matarsjúkdómum. „Ef stjórnandi matvælafyrirtækis hefur ástæðu til að álíta að matvæli sem hann hefur flutt inn, framleitt eða dreift séu ekki í samræmi við kröfur um öryggi matvæla og hann hefur ekki lengur beint forræði yfir þeim skal hann tafarlaust gera ráðstafanir til að taka umrædd matvæli af markaðnum og tilkynna opinberum eftirlitsaðila,“ segir í bréfinu. Í eftirlitinu hafi komið fram að fulltrúi Vy-þrifa hafi verið kunnugt um að meindýr, rottur og mýs, væru innan um matvælin og hefðu verið í einhvern tíma. „Einnig kom fram að honum virtist sem það hefði ekki áhrif á öryggi matvælanna.“ Vegna þessa hafi Heilbrigðiseftirlitið ástæðu til að ætla að matvælum úr kjallaranum að Sóltúni 20 hafi verið dreift til annarra matvælafyrirtækja. Þrifa- og veitingaþjónusta Vy-þrif er í fyrirtækjaskrá skráð á rúmlega fimmtugan karlmann að nafni Davíð Viðarsson. Þangað til fyrir skemmstu hét hann Quang Le og heitir raunar enn á Facebook. Hann á einnig veitingahúsakeðjuna Pho Víetnam. Þá er hann skráður fyrir félaginu NQ fasteignir ehf sem festi í fyrra kaup á Herkastalanum við Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur fyrir á hálfan milljarð króna. Herkastalinn hýsti Hjálpræðisherinn áratugum saman. Í dag er gistiheimili skráð í Herkastalanum sem hefur rekstrarleyfi fyrir 125 gesti. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Davíð án árangurs. Í stuttri orðsendingu til fréttastofu á dögunum sagði hann Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við eftirlitið. Hann ætlaði ekki að tjá sig um málið á meðan rannsókn stæði. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Davíð einnig skráður fyrir 40 prósenta eignarhlut í WOKON Mathöll ehf. Kristján Ólafur Sigríðarson, eigandi Wok On veitingastaðakeðjunnar, tjáði fréttastofu á dögunum að staðurinn hefði aldrei keypt matvæli sem geymd voru í Sóltúni 20. Heilbrigðiseftirlitið krafðist þess að fá allar upplýsingar um alla dreifingu á matvælum úr Sóltúni 20 frá Vy-þrifum. Þá ákvað eftirlitið að stöðva tafarlaust alla matvælastarfsemi í kjallaranum og farga öllum matvælum sem þar voru. Hafi viljað draga úr matarsóun Eldjárn Árnason lögmaður svaraði heilbrigðiseftirlitinu fyrir hönd Vy-þrifa þann 4. október. Þar segir hann Vy-þrif félag sem sérhæfi sig í ræstingu og sótthreinsun innandyra. „Undanfarna mánuði hefur umbjóðandi minn veitt tiltekna þjónustu í tengslum við sölu á rekstri austurlenskra veitingastaða og verslana til nýrra rekstraraðila.“ Í þjónustunni hafi falist meðal annars standsetning veitingastaða og verslana fyrir nýjan rekstraraðila, þar á meðal flutningur og förgun nokkurs magns matvæla og annarra rekstrarmuna. Munirnir séu í eigum fyrrum rekstraraðila sem nýir rekstraraðilar hafi ekki viljað nýta í starfsemi sinni. „Í tengslum við flutninginn þurfti eðlilega að gæta sjónarmiða um að draga úr matarsóun og förgun verðmæta.“ Af þeim sökum hafi verið ákveðið að flytja umrædda rekstrarmuni til bráðabirgða í leiguhúsnæði Vy-þrifa í Sóltúni. Þar hafi verið skipulega farið í gegnum munina með þau sjónarmið að leiðarljósi. „Matvælum skyldi fargað en reynt að koma öðrum rekstrarmunum sem hægt væri að nýta í viðeigandi not.“ Vy-þrif sé ekki matvælafyrirtæki Eldjárn segir Vy-þrif mótmæla því að þjónustan sé háð starfsleyfi á grundvelli matvælalaga. Þjónusta hafi ekki falið í sér þjónustu eða dreifingu matvæla heldur aðeins milligöngu um förgun þeirra. Þetta hefði starfsfólki heilbrigðiseftirlitsins átt að vera ljóst við eftirlitið 27. september enda hafi matvælin verið merkt þannig að þeim skyldi farga. Það veki því sérstaka furðu að ekkert hafi verið minnst á merkingar Vy-þrifa um að matvælum skyldi fargað í eftirlitsskýrslu eða bréfi eftirlitsins. Þess í stað sé staðhæft í bréfinu að Vy-þrif sé matvælafyrirtæki sem hafi staðið að ólöglegri matvælastarfsemi og því haldið fram að ætluð starfsemi hafi verið stöðvuð. „Engin þessara staðhæfingar er rétt.“ Er heilbrigðiseftirlitið minnt á að gæta hlutlægni við meðferð máls, byggja ákvarðanir á málefnalegum sjónarmiðum og gæta þess að mál séu nægjanlega upplýst fyrir ákvörðun. Vy-þrif geri því alvarlegar athugsemdir við starfshætti embættisins við meðferð málsins og hafnar því alfarið að hafa staðið að dreifingu matvæla úr Sóltúni 20. Var skorað á eftirlitið að rjúfa innsigli á húsnæðinu og heimila Vy-þrifum að ljúka förgun matvæla. Rannsókn langt á veg komin Í svörum heilbrigðiseftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu segir að rannsókn málsins sé langt komin. Enn séu útistandandi samskipti við Vy-þrif. Ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hvenær rannsókn ljúki. Lögmenn eftirlitsins hafi til skoðunar hvort málið verði sent áfram til annarra aðila, til dæmis lögreglu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Veitingastaðir Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vissu af rottum og músum en hafna því að hafa dreift matvælum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. 10. október 2023 15:53 Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum samskiptum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Vy-þrif að lokinni eftirlitsaðgerð í kjallarann þann 27. september síðastliðinn. Fréttastofa hefur fengið samskiptin afhent frá eftirlitinu. Í bréfinu segir að grunur hafi verið um að verið væri að geyma matvæli í húsnæðinu án þess að starfsemin væri með tilskilin leyfi. Ónafngreindur fulltrúi Vy-þrifa hafi verið viðstaddur aðgerðina fyrir hönd fyrirtækisins. Fram hefur komið að gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonn af matvælum hafi fundist í kjallaranum eftir athugasemdir nágranna sem tilkynntu um vonda lykt úr húsnæðinu. Málið er til rannsóknar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er langt komin að sögn eftirlitsins. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að mikið magn matvæla, þurrvara og fyrstivara hafi verið í kjallaranum. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt, nagdýr átt greiðan aðgang undir vörudyr en einnig upp um ólokuð niðurföll í húsnæðinu. Greinileg ummerki hafi verið um nagdýr innan um matvælin, bæði rottuskítur og rottuþvag. „Það er því mat Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að öll matvæl sem þarna eru geti verið hættuleg enda geymd við óheilsusamlegar aðstæður.“ Eftirlitið hafi stöðvað alla matvælastarfsemi í kjallaranum og tekið ákvörðun um að farga þyrfti öllum matvælum sem þar væru. Húsnæðið hefði verið innsiglað og fulltrúi Vy-þrifa upplýstur um að óheimilt væri að fara inn í húsnæðið án samþykkis eftirlitsins. Gerð var eftirlitsskýrsla sem fulltrúi Vy-þrifa móttók á staðnum. Kunnugt um meindýr, rottur og mýs Heilbrigðiseftirlitið minnir á að samkvæmt matvælalögum þurfa matvælafyrirtæki að hafa starfsleyfi fyrir starfsemi sinni. Starfsemi í kjallaranu í Sóltrúni hafi verið án starfsleyfis. Þá sé óheimilt að dreifa og geyma matvæli sem eru heilsuspillandi og óhæf til neyslu samkvæmt sömu lögum. Stjórnandi fyrirtækisins sé ábyrgur fyrir því að starfsemin sé í samræmi við lögin og tryggja að ekki berist matvæli á markað sem geti valdið matarsjúkdómum. „Ef stjórnandi matvælafyrirtækis hefur ástæðu til að álíta að matvæli sem hann hefur flutt inn, framleitt eða dreift séu ekki í samræmi við kröfur um öryggi matvæla og hann hefur ekki lengur beint forræði yfir þeim skal hann tafarlaust gera ráðstafanir til að taka umrædd matvæli af markaðnum og tilkynna opinberum eftirlitsaðila,“ segir í bréfinu. Í eftirlitinu hafi komið fram að fulltrúi Vy-þrifa hafi verið kunnugt um að meindýr, rottur og mýs, væru innan um matvælin og hefðu verið í einhvern tíma. „Einnig kom fram að honum virtist sem það hefði ekki áhrif á öryggi matvælanna.“ Vegna þessa hafi Heilbrigðiseftirlitið ástæðu til að ætla að matvælum úr kjallaranum að Sóltúni 20 hafi verið dreift til annarra matvælafyrirtækja. Þrifa- og veitingaþjónusta Vy-þrif er í fyrirtækjaskrá skráð á rúmlega fimmtugan karlmann að nafni Davíð Viðarsson. Þangað til fyrir skemmstu hét hann Quang Le og heitir raunar enn á Facebook. Hann á einnig veitingahúsakeðjuna Pho Víetnam. Þá er hann skráður fyrir félaginu NQ fasteignir ehf sem festi í fyrra kaup á Herkastalanum við Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur fyrir á hálfan milljarð króna. Herkastalinn hýsti Hjálpræðisherinn áratugum saman. Í dag er gistiheimili skráð í Herkastalanum sem hefur rekstrarleyfi fyrir 125 gesti. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Davíð án árangurs. Í stuttri orðsendingu til fréttastofu á dögunum sagði hann Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við eftirlitið. Hann ætlaði ekki að tjá sig um málið á meðan rannsókn stæði. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Davíð einnig skráður fyrir 40 prósenta eignarhlut í WOKON Mathöll ehf. Kristján Ólafur Sigríðarson, eigandi Wok On veitingastaðakeðjunnar, tjáði fréttastofu á dögunum að staðurinn hefði aldrei keypt matvæli sem geymd voru í Sóltúni 20. Heilbrigðiseftirlitið krafðist þess að fá allar upplýsingar um alla dreifingu á matvælum úr Sóltúni 20 frá Vy-þrifum. Þá ákvað eftirlitið að stöðva tafarlaust alla matvælastarfsemi í kjallaranum og farga öllum matvælum sem þar voru. Hafi viljað draga úr matarsóun Eldjárn Árnason lögmaður svaraði heilbrigðiseftirlitinu fyrir hönd Vy-þrifa þann 4. október. Þar segir hann Vy-þrif félag sem sérhæfi sig í ræstingu og sótthreinsun innandyra. „Undanfarna mánuði hefur umbjóðandi minn veitt tiltekna þjónustu í tengslum við sölu á rekstri austurlenskra veitingastaða og verslana til nýrra rekstraraðila.“ Í þjónustunni hafi falist meðal annars standsetning veitingastaða og verslana fyrir nýjan rekstraraðila, þar á meðal flutningur og förgun nokkurs magns matvæla og annarra rekstrarmuna. Munirnir séu í eigum fyrrum rekstraraðila sem nýir rekstraraðilar hafi ekki viljað nýta í starfsemi sinni. „Í tengslum við flutninginn þurfti eðlilega að gæta sjónarmiða um að draga úr matarsóun og förgun verðmæta.“ Af þeim sökum hafi verið ákveðið að flytja umrædda rekstrarmuni til bráðabirgða í leiguhúsnæði Vy-þrifa í Sóltúni. Þar hafi verið skipulega farið í gegnum munina með þau sjónarmið að leiðarljósi. „Matvælum skyldi fargað en reynt að koma öðrum rekstrarmunum sem hægt væri að nýta í viðeigandi not.“ Vy-þrif sé ekki matvælafyrirtæki Eldjárn segir Vy-þrif mótmæla því að þjónustan sé háð starfsleyfi á grundvelli matvælalaga. Þjónusta hafi ekki falið í sér þjónustu eða dreifingu matvæla heldur aðeins milligöngu um förgun þeirra. Þetta hefði starfsfólki heilbrigðiseftirlitsins átt að vera ljóst við eftirlitið 27. september enda hafi matvælin verið merkt þannig að þeim skyldi farga. Það veki því sérstaka furðu að ekkert hafi verið minnst á merkingar Vy-þrifa um að matvælum skyldi fargað í eftirlitsskýrslu eða bréfi eftirlitsins. Þess í stað sé staðhæft í bréfinu að Vy-þrif sé matvælafyrirtæki sem hafi staðið að ólöglegri matvælastarfsemi og því haldið fram að ætluð starfsemi hafi verið stöðvuð. „Engin þessara staðhæfingar er rétt.“ Er heilbrigðiseftirlitið minnt á að gæta hlutlægni við meðferð máls, byggja ákvarðanir á málefnalegum sjónarmiðum og gæta þess að mál séu nægjanlega upplýst fyrir ákvörðun. Vy-þrif geri því alvarlegar athugsemdir við starfshætti embættisins við meðferð málsins og hafnar því alfarið að hafa staðið að dreifingu matvæla úr Sóltúni 20. Var skorað á eftirlitið að rjúfa innsigli á húsnæðinu og heimila Vy-þrifum að ljúka förgun matvæla. Rannsókn langt á veg komin Í svörum heilbrigðiseftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu segir að rannsókn málsins sé langt komin. Enn séu útistandandi samskipti við Vy-þrif. Ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hvenær rannsókn ljúki. Lögmenn eftirlitsins hafi til skoðunar hvort málið verði sent áfram til annarra aðila, til dæmis lögreglu.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Veitingastaðir Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vissu af rottum og músum en hafna því að hafa dreift matvælum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. 10. október 2023 15:53 Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Vissu af rottum og músum en hafna því að hafa dreift matvælum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51
Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. 10. október 2023 15:53
Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18