Varaaflsvélar komnar til Grindavíkur Margrét Björk Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 6. nóvember 2023 20:06 Varaaflsvélarnar tvær sem bera heitin Hrísey og Grímsey, komu í dag til Grindavíkur. Vísir/Sigurjón Fyrstu tvær varaaflsvélarnar eru komnar til Grindavíkur. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir þær hluta af undirbúning fyrir verstu sviðsmyndina ef til eldgoss kæmi og ekkert rafmagn né hiti kæmi frá Svartsengi. „Þetta er fyrsti áfangi, við höfum gert ráð fyrir fimm eða sex vélum. Þessar þjóna í raun grunnálagi í byrjun. En þegar fram líða stundir og það kemur meiri hitaþörf í bæinn þá þarf að fjölga vélum,“ segir Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna. Varaaflsvélarnar tvær sem bera heitin Hrísey og Grímsey, komu í dag til Grindavíkur. Þær eru í eigu Landsnets en HS Veitur sá um uppsetningu. Egill segir fólk ekki geta hagað lífi sínu eins og venjulega þegar hiti er keyrður á varaafli, því þar sem dreifikerfi séu ekki byggð fyrir rafkyndingu sé mjög takmarkaður möguleiki til upphitunar. „Þannig álagið verður allt of mikið fyrir það. Það þarf að takmarka hitaþörf í hverju húsi fyrir sig í tvö til þrjú kílóvött til að við getum lifað þetta af, þar að segja dreifikerfið.“ Frá uppsetningu varaaflstöðva í Grindavík í dag.Vísir/Sigurjón Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag að það hvort hiti sé í íbúðarhúsum skeri úr um hvort þau séu íbúðarhæf eða ekki. Svartasta sviðsmynd geti verið mjög erfið þegar það varðar. Þó það komi til eldgoss gæti þó komið til þess að það reyni ekkert á hitaveitu. Þá gætu einstaka lagnir dottið út eða hitaveita af hluta til. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01 Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. 5. nóvember 2023 18:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
„Þetta er fyrsti áfangi, við höfum gert ráð fyrir fimm eða sex vélum. Þessar þjóna í raun grunnálagi í byrjun. En þegar fram líða stundir og það kemur meiri hitaþörf í bæinn þá þarf að fjölga vélum,“ segir Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna. Varaaflsvélarnar tvær sem bera heitin Hrísey og Grímsey, komu í dag til Grindavíkur. Þær eru í eigu Landsnets en HS Veitur sá um uppsetningu. Egill segir fólk ekki geta hagað lífi sínu eins og venjulega þegar hiti er keyrður á varaafli, því þar sem dreifikerfi séu ekki byggð fyrir rafkyndingu sé mjög takmarkaður möguleiki til upphitunar. „Þannig álagið verður allt of mikið fyrir það. Það þarf að takmarka hitaþörf í hverju húsi fyrir sig í tvö til þrjú kílóvött til að við getum lifað þetta af, þar að segja dreifikerfið.“ Frá uppsetningu varaaflstöðva í Grindavík í dag.Vísir/Sigurjón Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag að það hvort hiti sé í íbúðarhúsum skeri úr um hvort þau séu íbúðarhæf eða ekki. Svartasta sviðsmynd geti verið mjög erfið þegar það varðar. Þó það komi til eldgoss gæti þó komið til þess að það reyni ekkert á hitaveitu. Þá gætu einstaka lagnir dottið út eða hitaveita af hluta til.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01 Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. 5. nóvember 2023 18:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52
Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. 5. nóvember 2023 18:33