Við heyrum í formanni Landsbjargar sem varar við því að alið sé á ótta íbúanna á svæðinu.
Þá tökum við stöðuna á Gasa-ströndinni en harðar árásir Ísraela hafa haldið áfram og segist herinn hafa klofið svæðið í tvennt.
Einnig verða vaxtamálin til umfjöllunar en þingmaður Flokks fólksins deilir hart á Seðlabankastjóra í nýrri grein sem hún ritar ásamt formanni VR. Þar krefjast þau þess að honum verði vikið úr embætt.
Einnig heyrum við í aðstandanda Fiskidagsins mikla sem nú heyrir sögunni til.
Og í íþróttapakkanum er fjallað um ólgu í Vestmannaeyjum vegna þeirrar ákvörðunar að heimila ekki frestun á leik ÍBV og Hauka í handbolta kvenna.