Innlent

Ró­legt yfir skjálfta­mælum í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki búist við því að hrinan sé í rénun þótt nóttin hafi verið með rólegra móti.
Ekki búist við því að hrinan sé í rénun þótt nóttin hafi verið með rólegra móti. Vísir/Vilhelm

Vakthafandi náttúrúvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að nóttin hafi verið róleg þegar kemur að skjálftavirkninni á Reykjanesi, í það minnsta miðað við síðustu nætur. 

Skjálftar hafa verið heldur færri en undanfarið og enginn stór hefur komið frá miðnætti. Rétt áður en klukkan sló tólf kom þó einn sem mælidist 3,5 stig.

Elísabet Pálmadóttir segir þó of snemmt að lesa eitthað í þróunina, þetta komi í bylgjum. „Við erum að búast við því að þetta haldi áfram,“ segir Elísabet.


Tengdar fréttir

„Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín“

„Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi.

Bein út­sending: Vef­­mynda­­vél í beinni frá Þor­birni

Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavél á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×