Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:01 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56
Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00