Erlent

Flug­vellinum í Ham­borg lokað: Keyrði vopnaður inn á flug­völl og skaut

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Flugstöðinni var lokað tímabundið.
Flugstöðinni var lokað tímabundið. Jonas Walzberg/dpa via AP

Flugvellinum í Hamborg var lokað í kvöld eftir að maður keyrði inn á völlinn vopnaður byssu og skaut tvívegis upp í loft. Hann er talinn hafa haft í hyggju að ræna eigin börnum.

Reuters greinir frá því að 27 flugferðum hafi verið frestað vegna málsins. Enginn hafi slasast en flugvellinum hafi verið lokað tímabundið.

Eiginkona mannsins er sögð hafa haft samband við lögreglu fyrr í dag af ótta við að maðurinn myndi reyna að ræna börnunum þeirra. Tvö börn eru með honum í bílnum en AP fréttaveitan greinir frá því að mikill viðbúnaður sé á vettvangi.

Töluverður viðbúnaður er á vettvangi.Jonas Walzberg/dpa via AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×