Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. nóvember 2023 19:11 Chad vissi af stöðunni við lónið. Vísir/Ívar Fannar Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. Töluverð umræða hefur verið um Bláa lónið eftir að skjálftavirkni hófst á svæðinu og telja sumir að loka eigi lóninu á meðan óvissustig er á svæðinu. Einn þeirra er Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur sem birti skoðanagrein á Vísi í gær þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka lóninu vegna jarðhræringa. Hann vekur athygli á því að hús séu rýmd á hverju ári vegna snjóflóðahættu og eins á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hafi hafist án viðvörunar. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að ekki sé tilefni til að loka lóninu að svo stöddu. Þau séu í nánu samstarfi við Almannavarnir og sérfræðinga og staðan metin daglega. Landris vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn heldur áfram. Dregið hefur úr skjálftavirkni síðan á sjötta tímanum í gær og segir náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni að þeir skjálftar sem mælst hafa séu minni en áður. Gera megi þó ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur. Fréttastofa ræddi við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir úr lóninu og spurði hvort þeir séu meðvitaðir um jarðhræringar og óvissuástandið á svæðinu. Sam hefði sennilega ekki farið ofan í lónið ef hann hefði verið upplýstur um stöðuna. Vísir/Ívar Fannar „Nei það lét mig enginn vita þegar ég kom í lónið,“ segir Sam og bætir við að hann hefði líklega ekki farið ofan í hefði hann vitað af stöðunni. Heyra má í fleiri ferðamönnum hér í sjónvarpsfréttinni að ofan. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Töluverð umræða hefur verið um Bláa lónið eftir að skjálftavirkni hófst á svæðinu og telja sumir að loka eigi lóninu á meðan óvissustig er á svæðinu. Einn þeirra er Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur sem birti skoðanagrein á Vísi í gær þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka lóninu vegna jarðhræringa. Hann vekur athygli á því að hús séu rýmd á hverju ári vegna snjóflóðahættu og eins á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hafi hafist án viðvörunar. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að ekki sé tilefni til að loka lóninu að svo stöddu. Þau séu í nánu samstarfi við Almannavarnir og sérfræðinga og staðan metin daglega. Landris vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn heldur áfram. Dregið hefur úr skjálftavirkni síðan á sjötta tímanum í gær og segir náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni að þeir skjálftar sem mælst hafa séu minni en áður. Gera megi þó ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur. Fréttastofa ræddi við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir úr lóninu og spurði hvort þeir séu meðvitaðir um jarðhræringar og óvissuástandið á svæðinu. Sam hefði sennilega ekki farið ofan í lónið ef hann hefði verið upplýstur um stöðuna. Vísir/Ívar Fannar „Nei það lét mig enginn vita þegar ég kom í lónið,“ segir Sam og bætir við að hann hefði líklega ekki farið ofan í hefði hann vitað af stöðunni. Heyra má í fleiri ferðamönnum hér í sjónvarpsfréttinni að ofan.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira