Hugsar til gamals félaga á tímamótum: „Hann endaði því miður á vondum stað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 09:11 Ari Freyr Skúlason eftir landsleik á móti Englandi á Wembley. Hann átti magnaðan feril með íslenska landsliðinu. Getty/Michael Regan Ari Freyr Skúlason spilaði í gær síðasta fótboltaleik sinn á ferlinum er lið hans Norrköping þurfti að þola tap fyrir Sirius í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Við tekur nýr kafli í nýju starfi hjá sænska félaginu. Hann er þakklátur fyrir að hafa annað starf strax og leikmannaferillinn klárast. Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31