Gætt hafi verið að börnunum í Grafarvogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Í myndböndum sem tekin voru við heimili drengjanna í Grafarvogi mátti sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það vera hlutverk embættisins að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlýtt. Efst í huga allra sem komi að aðgerðum líkt og þeirri í Grafarvogi þann 25. október síðastliðnum séu börnin sem eigi í hlut. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið. Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið.
Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira