Séra Friðrik situr sem fastast og fylgist með í Lækjargötu Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2023 15:06 Enn situr Séra Friðrik við Lækjargötu og fylgist með mannlífinu. Hvað um hann verður mun ráðast eftir viku. vísir/vilhelm Borgarráð hefur verið upptekin við að ræða fjárhagsáætlun og kom því ekki við að ræða „Stóra styttumálið“ á fundi ráðsins í gær. Umræða um tillögu þess að styttan verði fjarlægð frestast því um viku. Stytta Sigurjóns Ólafssonar af Séra Friðrik Friðrikssyni og litlum dreng sem stendur honum við hlið, er enn í Lækjargötu en það gæti þó brugðið til beggja átta með hversu lengi hann fær að sitja þar. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur segir í nýrri bók um Séra Friðrik að hann hafi verið gagntekinn af ungum piltum og að hrifning hans hafi verið abnormal. Áttræður maður gaf sig fram og greindi höfundi frá því að hann hafi mátt þola kjass og þukl innan klæða af hálfu æskulýðsfrömuðarins. Seinna hafa fleiri gefið sig fram og greindi Drífa Snædal, talskona Stígamóta, frá því að þeir væru í fleirtölu sem hafi leitað til Stígamóta vegna ástleitni Séra Friðriks. Drumbur óþekki strákur Í ljósi þessara nýju upplýsinga þótti mörgum stytta Sigurjóns af þessari æskulýðshetju, sem hefur verið dýrkaður af bæði KFUM og Valsmönnum en hann er stofnandi félagsins, nú orðin tákn um vegsömun óeðlis. Máliðo reyndist áfall fyrir margan Valsarann en kjörorð félagsins eru úr bókum Séra Friðriks: Látið ekki kappið bera fegurðina yfirliði.vísir/vilhelm Við hlið Séra Friðriks stendur drengur en fyrirmynd hans er stytta. Á síðunni skrifhus.is, sem er síða Guðmundar Magnússonar, er greint frá viðtali sem Séra Friðrik veitti Morgunblaðinu nýræður: „Sko, þarna á ég strák, sagði hann, og benti á myndina. Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann heldur hendinni, við öllu búinn!“ Styttan af Drumbi er enn til og má hana finna í Friðriksstofu, húsakynnum KFUM við Holtaveg. Drumbur er kviknakinn en Sigurjón Ólafsson klæddi drenginn í stuttubuxur þegar hann gerði styttuna en Tove sem tálgaði Drumb var eiginkona Sigurjóns. Séra Friðrik situr fyrir meðan Sigurjón vinnur að styttunni. Með honum á myndinni er Drumbur, óþekki strákurinn kviknakinn en listamaðurinn klæddi hann í stuttbuxur þegar hann fullgerði styttuna.skrifhus „Þess má geta að í persónulegu myndasafni séra Friðriks eru nokkrar ljósmyndir af allsberum drengjum. Þær eru líklega teknar í sumarbúðum KFUM í Danmörku. Mér er sagt að sams konar myndir séu í ljósmyndasafni Vatnaskógar frá upphafsárum starfseminnar þar. Það er svo annar handleggur hvaða ályktanir má af þessu draga. Kannski áttu drengirnir engin sundföt, sagði vænn maður í KFUM við mig, þegar þetta kom til umræðu við ritun bókarinnar,“ segir á skrifhúsi Guðmundar. Vilja styttuna niður og í burtu Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hafði boðað að hún hyggðist leggja fram tillögu í borgarráði þess efnis að styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ yrði fjarlægð eða færð í það minnsta. Ýmsir borgarfulltrúar hafa gefið það út að þeim hafi verið brugðið í ljósi nýjustu tíðinda. Vísir heyrði í Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni í gær, meðan fundur borgarstjórnar stóð yfir, en hún sagði að ekki hefði verið hægt að ræða hvað yrði um styttuna, verið væri að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar og þar væri af nægu að taka. Umræða um styttuna um Séra Friðrik frestast því um viku. Óvíst er því hvað verður um styttuna, hvort hún verði áfram í Lækjargötu þar sem hún hefur verið eða hvort borgarfulltrúar stökkva til og láta fjarlægja æskulýðsfrömuðinn af stalli sínum. Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Stytta Sigurjóns Ólafssonar af Séra Friðrik Friðrikssyni og litlum dreng sem stendur honum við hlið, er enn í Lækjargötu en það gæti þó brugðið til beggja átta með hversu lengi hann fær að sitja þar. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur segir í nýrri bók um Séra Friðrik að hann hafi verið gagntekinn af ungum piltum og að hrifning hans hafi verið abnormal. Áttræður maður gaf sig fram og greindi höfundi frá því að hann hafi mátt þola kjass og þukl innan klæða af hálfu æskulýðsfrömuðarins. Seinna hafa fleiri gefið sig fram og greindi Drífa Snædal, talskona Stígamóta, frá því að þeir væru í fleirtölu sem hafi leitað til Stígamóta vegna ástleitni Séra Friðriks. Drumbur óþekki strákur Í ljósi þessara nýju upplýsinga þótti mörgum stytta Sigurjóns af þessari æskulýðshetju, sem hefur verið dýrkaður af bæði KFUM og Valsmönnum en hann er stofnandi félagsins, nú orðin tákn um vegsömun óeðlis. Máliðo reyndist áfall fyrir margan Valsarann en kjörorð félagsins eru úr bókum Séra Friðriks: Látið ekki kappið bera fegurðina yfirliði.vísir/vilhelm Við hlið Séra Friðriks stendur drengur en fyrirmynd hans er stytta. Á síðunni skrifhus.is, sem er síða Guðmundar Magnússonar, er greint frá viðtali sem Séra Friðrik veitti Morgunblaðinu nýræður: „Sko, þarna á ég strák, sagði hann, og benti á myndina. Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann heldur hendinni, við öllu búinn!“ Styttan af Drumbi er enn til og má hana finna í Friðriksstofu, húsakynnum KFUM við Holtaveg. Drumbur er kviknakinn en Sigurjón Ólafsson klæddi drenginn í stuttubuxur þegar hann gerði styttuna en Tove sem tálgaði Drumb var eiginkona Sigurjóns. Séra Friðrik situr fyrir meðan Sigurjón vinnur að styttunni. Með honum á myndinni er Drumbur, óþekki strákurinn kviknakinn en listamaðurinn klæddi hann í stuttbuxur þegar hann fullgerði styttuna.skrifhus „Þess má geta að í persónulegu myndasafni séra Friðriks eru nokkrar ljósmyndir af allsberum drengjum. Þær eru líklega teknar í sumarbúðum KFUM í Danmörku. Mér er sagt að sams konar myndir séu í ljósmyndasafni Vatnaskógar frá upphafsárum starfseminnar þar. Það er svo annar handleggur hvaða ályktanir má af þessu draga. Kannski áttu drengirnir engin sundföt, sagði vænn maður í KFUM við mig, þegar þetta kom til umræðu við ritun bókarinnar,“ segir á skrifhúsi Guðmundar. Vilja styttuna niður og í burtu Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hafði boðað að hún hyggðist leggja fram tillögu í borgarráði þess efnis að styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ yrði fjarlægð eða færð í það minnsta. Ýmsir borgarfulltrúar hafa gefið það út að þeim hafi verið brugðið í ljósi nýjustu tíðinda. Vísir heyrði í Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni í gær, meðan fundur borgarstjórnar stóð yfir, en hún sagði að ekki hefði verið hægt að ræða hvað yrði um styttuna, verið væri að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar og þar væri af nægu að taka. Umræða um styttuna um Séra Friðrik frestast því um viku. Óvíst er því hvað verður um styttuna, hvort hún verði áfram í Lækjargötu þar sem hún hefur verið eða hvort borgarfulltrúar stökkva til og láta fjarlægja æskulýðsfrömuðinn af stalli sínum.
Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira