Erlendu leikmenn Grindavíkur vel upplýstir: „Nóttin var ekkert eðlileg“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 13:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfubolta og segir erlendu leikmenn liðsins vel upplýsta um stöðu mála varðandi þær jarðhræringar sem eiga sér stað nú í námunda við Grindavík Vísir/Samsett mynd Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuboltanum, segir vel haldið utan um erlendu leikmennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir almennilegri jarðskjálftavirkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er rólegur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar. „Við pössum það allir og þá sérstaklega stjórn körfuknattleiksdeildarinnar,“ segir Ólafur við Vísi aðspurður hvort erlendu leikmenn Grindavíkur séu vel upplýstir um stöðu mála varðandi óróann sem er ríkjandi á svæðinu umhverfis Grindavík. „Formaðurinn er mikill ljósmyndari, myndar náttúruna mikið og þegar að það gýs þá er hann yfirleitt fyrstur á svæðið með myndavélina. Hann er duglegur að uppfæra þá erlendu leikmenn sem eru á mála hjá okkur um stöðu mála. Ég hef sagt þeim að það séu ekki miklar líkur að þú látir lífið ef það kemur til eldgoss. Þetta er tiltölulega hæg atburðarás sem fer af stað. Þetta tekur allt sinn tíma. Það hættulega við þetta er kannski gasmengunin ef það fer að gjósa. Við höfum útskýrt þetta allt fyrir þeim. Daninn hjá okkur er búinn að ná þessu en maður finnur það alveg að það brenna fleiri spurningar á Bandaríkjamönnunum hjá okkur.“ Óþægilegt að finna fyrir þessu Það sé misjafnt eftir mönnum hvernig þeir upplifa skjálftana. „Basille hefur verið á Íslandi í nokkur ár og hefur nú eitthvað upplifað þetta áður en kannski ekki svona kröftuglega. Daninn hjá okkur, Mortensen, hefur ekki upplifað svona skjálfta áður en hann er samt sem áður voða rólegur yfir þessu. Það er aðallega nýi kaninn hjá okkur, DeAndre Kane sem var skiljanlega ekkert hrifinn af þessu þegar að þetta byrjaði.“ DeAndre Kane gekk til liðs við Grindavík í upphafi tímabilsVísir / Anton Brink „Það þurfti að útskýra fyrir honum að húsin hér á Íslandi eru meðal annars byggð með það að leiðarljósi að geta staðið af sér ansi kröftuga skjálfta. Það er óþægilegt að finna fyrir þessum skjálftum. Óþægilegt að vakna upp við þá á miðri nóttu. Það er aðallega það sem hefur angrað þessa leikmenn. En það er mikilvægt, og við pössum vel upp á það, að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála.“ Svaf af sér „ekkert eðlilega nótt“ Sjálfur er Ólafur rólegur yfir stöðu mála. „Ég er afskaplega rólegur yfir þessu og er líka einn af þeim fáu sem svaf í alla nótt. Auðvitað finn ég alveg fyrir þessum stóru skjálftum sem hafa verið koma, þeir eru óþægilegir en ég er ekki að vakna á nóttunni.“ Það sama gildi þó ekki um fólkið sem stendur honum næst. „Konan mín vaknaði til dæmis í nótt við stóran skjálfta. Þessi nótt var ekkert eðlileg. Ég vaknaði sjálfur klukkan sjö í morgun og fann svo fyrir þessum stóru skjálftum sem komu um átta leytið. Það eru flest allir í fjölskyldunni minni búnir að vera vakandi síðan klukkan fjögur í nótt þegar að það komu þarna nokkrir stórir skjálftar með nokkurra mínútna millibili. Það er óþægilegt þegar að maður verður vitni af þessu.“ Vel meðvituð um stöðu mála Ólafur vonast til þess að upplýsingafundur sem haldinn var fyrir bæjarbúa Grindavíkur í gær veki upp öryggistilfinningu hjá bæjarbúum. „Það var þægilegt fyrir fólk að fá þessar upplýsingar því við vitum ekki hvað kemur til með að gerast á endanum. Það er öryggi fólgið í því fyrir fólk að vita stöðuna nákvæmlega eins og hún er.“ Eiginkona Ólafs vinnur í Bláa lóninu og rétt vestur af því átti kröftugur skjálfti að stærðinni 4,2 upptök sín í nótt. „Hún er að vinna í Bláa lóninu og auðvitað ekkert þægilegt vitandi af þessu krauma þarna nálægt þessum stað og hún að vinna þarna. Það er þó búið að fara vel yfir stöðuna með starfsmönnum þarna og þau eru vel meðvituð um stöðuna. Þá er búið að fara vel yfir allar rýmingaráætlanir með bæjarbúum. Vonandi upplifa bæjarbúar sömu ró og ég fann fyrir eftir að hafa fengið upplýsingarnar sem komu fram á þessum fundi.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bláa lónið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
„Við pössum það allir og þá sérstaklega stjórn körfuknattleiksdeildarinnar,“ segir Ólafur við Vísi aðspurður hvort erlendu leikmenn Grindavíkur séu vel upplýstir um stöðu mála varðandi óróann sem er ríkjandi á svæðinu umhverfis Grindavík. „Formaðurinn er mikill ljósmyndari, myndar náttúruna mikið og þegar að það gýs þá er hann yfirleitt fyrstur á svæðið með myndavélina. Hann er duglegur að uppfæra þá erlendu leikmenn sem eru á mála hjá okkur um stöðu mála. Ég hef sagt þeim að það séu ekki miklar líkur að þú látir lífið ef það kemur til eldgoss. Þetta er tiltölulega hæg atburðarás sem fer af stað. Þetta tekur allt sinn tíma. Það hættulega við þetta er kannski gasmengunin ef það fer að gjósa. Við höfum útskýrt þetta allt fyrir þeim. Daninn hjá okkur er búinn að ná þessu en maður finnur það alveg að það brenna fleiri spurningar á Bandaríkjamönnunum hjá okkur.“ Óþægilegt að finna fyrir þessu Það sé misjafnt eftir mönnum hvernig þeir upplifa skjálftana. „Basille hefur verið á Íslandi í nokkur ár og hefur nú eitthvað upplifað þetta áður en kannski ekki svona kröftuglega. Daninn hjá okkur, Mortensen, hefur ekki upplifað svona skjálfta áður en hann er samt sem áður voða rólegur yfir þessu. Það er aðallega nýi kaninn hjá okkur, DeAndre Kane sem var skiljanlega ekkert hrifinn af þessu þegar að þetta byrjaði.“ DeAndre Kane gekk til liðs við Grindavík í upphafi tímabilsVísir / Anton Brink „Það þurfti að útskýra fyrir honum að húsin hér á Íslandi eru meðal annars byggð með það að leiðarljósi að geta staðið af sér ansi kröftuga skjálfta. Það er óþægilegt að finna fyrir þessum skjálftum. Óþægilegt að vakna upp við þá á miðri nóttu. Það er aðallega það sem hefur angrað þessa leikmenn. En það er mikilvægt, og við pössum vel upp á það, að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála.“ Svaf af sér „ekkert eðlilega nótt“ Sjálfur er Ólafur rólegur yfir stöðu mála. „Ég er afskaplega rólegur yfir þessu og er líka einn af þeim fáu sem svaf í alla nótt. Auðvitað finn ég alveg fyrir þessum stóru skjálftum sem hafa verið koma, þeir eru óþægilegir en ég er ekki að vakna á nóttunni.“ Það sama gildi þó ekki um fólkið sem stendur honum næst. „Konan mín vaknaði til dæmis í nótt við stóran skjálfta. Þessi nótt var ekkert eðlileg. Ég vaknaði sjálfur klukkan sjö í morgun og fann svo fyrir þessum stóru skjálftum sem komu um átta leytið. Það eru flest allir í fjölskyldunni minni búnir að vera vakandi síðan klukkan fjögur í nótt þegar að það komu þarna nokkrir stórir skjálftar með nokkurra mínútna millibili. Það er óþægilegt þegar að maður verður vitni af þessu.“ Vel meðvituð um stöðu mála Ólafur vonast til þess að upplýsingafundur sem haldinn var fyrir bæjarbúa Grindavíkur í gær veki upp öryggistilfinningu hjá bæjarbúum. „Það var þægilegt fyrir fólk að fá þessar upplýsingar því við vitum ekki hvað kemur til með að gerast á endanum. Það er öryggi fólgið í því fyrir fólk að vita stöðuna nákvæmlega eins og hún er.“ Eiginkona Ólafs vinnur í Bláa lóninu og rétt vestur af því átti kröftugur skjálfti að stærðinni 4,2 upptök sín í nótt. „Hún er að vinna í Bláa lóninu og auðvitað ekkert þægilegt vitandi af þessu krauma þarna nálægt þessum stað og hún að vinna þarna. Það er þó búið að fara vel yfir stöðuna með starfsmönnum þarna og þau eru vel meðvituð um stöðuna. Þá er búið að fara vel yfir allar rýmingaráætlanir með bæjarbúum. Vonandi upplifa bæjarbúar sömu ró og ég fann fyrir eftir að hafa fengið upplýsingarnar sem komu fram á þessum fundi.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bláa lónið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum