NM í víðavangshlaupum í ár fer fram við þvottalaugarnar í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 16:30 Baldvin Þór Magnússon hefur setti fimm Íslandsmet á árinu. Getty/Srdjan Stevanovic Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fer fram á Íslandi í ár og verður haldið í Laugardalnum á sunnudaginn kemur. Íslendingar eiga sextán fulltrúa á mótinu en meðal þeirra verða Kári Steinn Karlsson, Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon. Víðavangshlaupið fer fram við tjaldsvæðið og þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík. Sterkir keppendur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mæta til leiks og etja kappi við okkar bestu hlaupara. Kári Steinn er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem keppt hefur í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum en hann tók þátt árið 2012 og hafnaði hann í 42. sæti af 100 keppendum. Andrea Kolbeinsdóttir setti tvö Íslandsmet á árinu. Í byrjun árs sló hún Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss og í sumar sló hún Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi á Evrópubikar í Póllandi. Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið í 10 kílómetra götuhlaupi fyrir skemmstu og er það fimmta Íslandsmetið sem hann slær á árinu. Víðavangshlaup eru fyrst og fremst sveitakeppni og í öllum flokkum má senda sex hlaupara til keppni en þrír bestu innan sveitar telja til stiga. Keppt verður í sex kílómetra og níu kílómetra hlaupi. Í beinu framhaldi af Norðurlandameistaramótinu verður haldið almenningshlaup, sem opið er öllum, þar sem hlaupurum gefst tækifæri á að hlaupa sömu braut, við sömu aðstæður og NM í víðavangshlaupum. Engin verðlaun verða veitt en það verður tímataka. Hér er hægt að sjá mynd af hlaupaleiðinni.FRÍ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Íslenska landsliðið á NM 2023: Karlar: Baldvin Þór Magnússon Búi Steinn Kárason Þorsteinn Roy Jóhannsson Snorri Björnsson Kári Steinn Karlsson Konur: Andrea Kolbeinsdóttir Anna Berglind Pálmadóttir Halldóra Huld Ingvarsdóttir Íris Anna Skúladóttir Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir Piltar: Bjarki Fannar Benediktsson Illugi Gunnarsson Hilmar Ingi Bernharðsson Stúlkur: Embla Margrét Hreimsdóttir Helga Lilja Maack Guðný Lára Bjarnadóttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Íslendingar eiga sextán fulltrúa á mótinu en meðal þeirra verða Kári Steinn Karlsson, Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon. Víðavangshlaupið fer fram við tjaldsvæðið og þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík. Sterkir keppendur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mæta til leiks og etja kappi við okkar bestu hlaupara. Kári Steinn er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem keppt hefur í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum en hann tók þátt árið 2012 og hafnaði hann í 42. sæti af 100 keppendum. Andrea Kolbeinsdóttir setti tvö Íslandsmet á árinu. Í byrjun árs sló hún Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss og í sumar sló hún Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi á Evrópubikar í Póllandi. Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið í 10 kílómetra götuhlaupi fyrir skemmstu og er það fimmta Íslandsmetið sem hann slær á árinu. Víðavangshlaup eru fyrst og fremst sveitakeppni og í öllum flokkum má senda sex hlaupara til keppni en þrír bestu innan sveitar telja til stiga. Keppt verður í sex kílómetra og níu kílómetra hlaupi. Í beinu framhaldi af Norðurlandameistaramótinu verður haldið almenningshlaup, sem opið er öllum, þar sem hlaupurum gefst tækifæri á að hlaupa sömu braut, við sömu aðstæður og NM í víðavangshlaupum. Engin verðlaun verða veitt en það verður tímataka. Hér er hægt að sjá mynd af hlaupaleiðinni.FRÍ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Íslenska landsliðið á NM 2023: Karlar: Baldvin Þór Magnússon Búi Steinn Kárason Þorsteinn Roy Jóhannsson Snorri Björnsson Kári Steinn Karlsson Konur: Andrea Kolbeinsdóttir Anna Berglind Pálmadóttir Halldóra Huld Ingvarsdóttir Íris Anna Skúladóttir Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir Piltar: Bjarki Fannar Benediktsson Illugi Gunnarsson Hilmar Ingi Bernharðsson Stúlkur: Embla Margrét Hreimsdóttir Helga Lilja Maack Guðný Lára Bjarnadóttir
Íslenska landsliðið á NM 2023: Karlar: Baldvin Þór Magnússon Búi Steinn Kárason Þorsteinn Roy Jóhannsson Snorri Björnsson Kári Steinn Karlsson Konur: Andrea Kolbeinsdóttir Anna Berglind Pálmadóttir Halldóra Huld Ingvarsdóttir Íris Anna Skúladóttir Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir Piltar: Bjarki Fannar Benediktsson Illugi Gunnarsson Hilmar Ingi Bernharðsson Stúlkur: Embla Margrét Hreimsdóttir Helga Lilja Maack Guðný Lára Bjarnadóttir
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira