„Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 06:42 Páll Valur hefur búið í Grindavík árum saman en segist ekki muna eftir öðru eins. „Ég vaknaði bara strax við þann fyrsta sem kom eftir miðnætti. Og vaknaði aftur um klukkan þrjú og hef ekki sofnað síðan. Þetta er bara búið að vera viðvarandi; stórir skjálftar. Maður sér á vefnum að þeir eru yfir þrír meira og minna.“ Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira