Viðskipti innlent

Fram­lengja til­boðið vegna rann­sóknar Samkeppniseftirlitsins

Árni Sæberg skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins. Vísir/Vilhelm

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjáls tilboðs í allt hlutafé Eikar fasteignafélags.

Þetta segir í tilkynningu Regins til kauphallarinnar. Þar segir að gildistími tilboðsins sé nú til klukkan 13 þann 11. desember næstkomandi. Gildistíminn hafði þegar verið framlengdur til 13. þessa mánaðar.

Í tilkynningu segir að umrædd framlenging á gildistíma valfrjálsa tilboðsins komi til í ljósi þess að Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans.

Framlenging á gildistíma valfrjálsa tilboðsins hafi engin áhrif á þá sem þegar hafa samþykkt tilboðið og þeir hluthafar Eikar sem þegar hafa samþykkt tilboðið þurfi ekki að aðhafast neitt.

Framlenging á gildistímanum feli ekki í sér breytingar á valfrjálsa tilboðinu.


Tengdar fréttir

Stjórn tekur ekki afstöðu til bætts tilboðs

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði.

Stjórn Regins fellur ekki frá yfir­töku­til­boði í Eik

Stjórn fasteignafélagsins Regins hyggst standa við áform sín um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar. Stjórnir fasteignafélaganna Reita og Eikar tilkynntu á föstudag að þær hafi samþykkt að ganga til samrunaviðræðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×