Bryndís nýr forseti Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 14:28 Oddný G. Harðardóttir og Bryndís Haraldsdóttir í Osló fyrr í dag. Magnus Fröderberg/Norden.org Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló fyrr í dag. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Osló síðustu daga en því lauk í dag með því að Ísland tók við formennsku í ráðinu. Formennskuáætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð var á sama tíma kynnt en yfirskrift hennar er Friður og öryggi á norðurslóðum. Þar kemur fram að með orðunum „friður og öryggi“ í yfirskrift formennskuáætlunarinnar sé átt við „þörfina á að tryggja öryggi Norðurlanda og bandalagsþjóða þeirra á norðurslóðum en jafnframt nauðsyn þess að draga úr spennu á svæðinu og leggja aukna áherslu á friðsamlegar lausnir. Þörf er á nýrri framtíðarsýn í öryggismálum á norðurslóðum. Með orðinu „öryggi“ er þó einnig átt við aðra þætti sem tengjast velferð og framtíð Norðurlanda og sérstaklega íbúa á norðurslóðum,“ segir í áætluninni. Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið að ári í Reykjavík. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson sóttu þing Norðurlandaráðs í Osló, auk Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við þingið. Auk hinna 87 fulltrúa sem sitja í Norðurlandaráði tóku fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í þinginu. Frá Íslandi komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Norðurlandaráð Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Osló síðustu daga en því lauk í dag með því að Ísland tók við formennsku í ráðinu. Formennskuáætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð var á sama tíma kynnt en yfirskrift hennar er Friður og öryggi á norðurslóðum. Þar kemur fram að með orðunum „friður og öryggi“ í yfirskrift formennskuáætlunarinnar sé átt við „þörfina á að tryggja öryggi Norðurlanda og bandalagsþjóða þeirra á norðurslóðum en jafnframt nauðsyn þess að draga úr spennu á svæðinu og leggja aukna áherslu á friðsamlegar lausnir. Þörf er á nýrri framtíðarsýn í öryggismálum á norðurslóðum. Með orðinu „öryggi“ er þó einnig átt við aðra þætti sem tengjast velferð og framtíð Norðurlanda og sérstaklega íbúa á norðurslóðum,“ segir í áætluninni. Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið að ári í Reykjavík. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson sóttu þing Norðurlandaráðs í Osló, auk Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við þingið. Auk hinna 87 fulltrúa sem sitja í Norðurlandaráði tóku fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í þinginu. Frá Íslandi komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Norðurlandaráð Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira