Einstakt peningasafn Freys á uppboð í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 07:56 Uppboðið hefst klukkan 16 þann 7. nóvember. Brrun Rasmussen Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby. Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher Íslenska krónan Danmörk Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher
Íslenska krónan Danmörk Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira