Biden segir þörf á hléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 06:59 Maður grætur eftir að hafa fundið látið barn í húsarústum eftir árásir Ísraelshers á Nusseirat-flóttamannabúðirnar. AP/Mohammed Dahman Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. „Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
„Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira