Íbúar vansvefta við Sundahöfn Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. nóvember 2023 23:01 Almennt séð lýkur starfsemi í Sundahöfn á miðnætti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni. Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira