Fótbolti

Sir Bobby Charlton lést af slys­förum

Aron Guðmundsson skrifar
Sir Bobby Charlton er látinn, 86 ára að aldri.
Sir Bobby Charlton er látinn, 86 ára að aldri. Getty/Laurence Griffiths

Sir Bobby Charlton lést af slysförum eftir að hafa misst jafn­vægið og dottið á hjúkrúnar­heimilinu sem hann bjó á. Frá þessu er greint á vef­síðu BBC og vitnað í niður­stöður réttar­meinafræðings.

Sir Bobby Charlton, goð­sögn í sögu Manchester United og enska lands­liðsins, lést þann 21. októ­ber á sjúkra­húsi í Macc­les­fi­eld. Þangað var hann fluttur eftir að hafa misst jafn­vægið við að standa upp úr stól á hjúkrunar­heimilinu The Will­ows og dottið. 

Við fallið segir réttar­meina­fræðingurinn Jacqueline De­vonish að höfuð Charlton hafi skollið á nær­liggjandi glugga­syllu og „mögu­lega á vegg­ofni“ í kjöl­farið.

Í kjöl­farið hafi starfs­fólk framkvæmt skoðun á Charlton en ekki tekið ekki eftir neinum sjáan­legum á­verkum og skráði það í kjölfarið að hreyfi­geta hans virtist ó­breytt.

Seinna byrjaði hins vegar að myndast bólga á baki hans og var hann þá fluttur á sjúkra­húsið í Macc­les­fi­eld til nánari skoðunar.

Röntgen- og sneið­mynda­taka af brjósti leiddi í ljós að Charlton hafði rif­beins­brotnað og var talinn lík­legur til þess að þróa með sér lungna­bólgu.

Læknar sam­þykktu síðan að setja Sir Bobby í líknar­með­ferð, hann lést fimm dögum síðar. And­lát hans er rakið til fallsins á hjúkrunarheimilinu, áverkum sem hann hlaut á lungum sem og heila­bilunarinnar sem hann hafði glímt við undanfarin ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×