Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 09:09 Stefán Eiríksson tilkynnti í morguna, í viðtali á Bítinu, nokkuð óvænt að hann hyggðist hætta um leið og skipunartími hans rennur út. rúv Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár. Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi
Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira