„Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 31. október 2023 19:22 Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku HSS. Vísir/Einar Ný slysa- og bráðamóttaka hefur verið opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Deildarstjóri bráðamóttökunnar segir breytingarnar draumi líkastar enda búin að vinna við ömurlegar aðstæður í mörg ár. Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira