Lyklamaðurinn á Akureyri dæmdur fyrir rúðubrot á Kaffi Lyst Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:21 „Lyklamaðurinn“ svokallaði á að baki sakaferil sem nær allt til ársins 2007. Hann hlaut dóm fyrir að rispa bíla síðast í sumar. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59
Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17