Fimm ráðin til Maven Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 09:43 Nýju starfsmennirnir fimm - Darri Rafn Hólmarsson, Sigrún Inga Ólafsdóttir, Ragnar Stefánsson, Erna Guðrún Stefánsdóttir og Einar Þór Gunnlaugsson. Aðsend Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar. Í tilkynningu frá félaginu segir Erna Guðrún sé með BSc í viðskiptafræði og sé að ljúka MSc í mannauðsstjórnun, hvoru tveggja frá Háskólanum á Bifröst. Erna komi með ríka starfsreynslu frá KPMG þar sem hún hafi komið að alhliða bókhaldi fyrir hin ýmsu félög ásamt því að hafa komið að mannauðsmálum innan bókhaldssviðs félagsins. „Sigrún Inga Ólafsdóttir er gagnasérfræðingur hjá Maven. Hún hefur lokið BSc í heilbrigðisverkfræði og BSc í hugbúnaðarverkfræði, hvoru tveggja í Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Medis. Darri Rafn Hólmarsson er gagnasérfræðingur á starfstöð Maven á Akureyri. Hann hefur lokið BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Darri kemur til Maven frá Advania þar sem hann starfaði m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Einar Þór Gunnlaugsson er gagnasérfræðingur með MSc gráðu í upplýsingatæknikerfum (Information Systems) frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og BSc í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands. Einar starfaði sem gagnasérfræðingur með áherslu á tækninýjungar og nýtingu gagna í Svíþjóð áður en hann var ráðinn til starfa hjá Maven. Ragnar Stefánsson er sérfræðingur í gagnavísindum með MSc gráðu í gagnavísindum frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla. Áður en Ragnar kom til Maven starfaði hann, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, fyrir WildLife Studios sem hannar farsímaleiki sem milljónir leikmanna um allan heim spila daglega. Hans hlutverk þar var að búa til spálíkön byggð á hegðunarmynstri notenda,“ segir í tilkynningunni. Um Maven segir að það sé þekkingarfyrirtæki í upplýsingatækni sem hafi hafið rekstur sinn árið 2021. „Í dag eru starfstöðvar félagsins tvær, í Reykjavík og Akureyri, auk þess sem það er með starfsfólk í Varsjá og Norður Karólínu. Félagið leggur áherslu á að gera stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja kleift að öðlast þekkingu og innsýn á þau gögn sem þau búa yfir. Kjarnaþjónustan felst í því að bjóða fyrirtækjum í ýmsum atvinnugeirum upp á aðkomu gagnasérfræðinga Maven sem skapa þekkingu úr margvíslegum gögnum, m.a. með greiningu og stefnumótun, uppbyggingu gagna- og tækniumhverfa, sjálfvirknivæðingu á verkferlum, samþættingu gagna á milli kerfa og gerð mælaborða fyrir stjórnendur. Stjórnendur fyrirtækja fá þannig betri innsýn inn í reksturinn sem leiðir til betri ákvörðunartöku og aukins virðis,“ segir um fyrirtækið. Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir Erna Guðrún sé með BSc í viðskiptafræði og sé að ljúka MSc í mannauðsstjórnun, hvoru tveggja frá Háskólanum á Bifröst. Erna komi með ríka starfsreynslu frá KPMG þar sem hún hafi komið að alhliða bókhaldi fyrir hin ýmsu félög ásamt því að hafa komið að mannauðsmálum innan bókhaldssviðs félagsins. „Sigrún Inga Ólafsdóttir er gagnasérfræðingur hjá Maven. Hún hefur lokið BSc í heilbrigðisverkfræði og BSc í hugbúnaðarverkfræði, hvoru tveggja í Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Medis. Darri Rafn Hólmarsson er gagnasérfræðingur á starfstöð Maven á Akureyri. Hann hefur lokið BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Darri kemur til Maven frá Advania þar sem hann starfaði m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Einar Þór Gunnlaugsson er gagnasérfræðingur með MSc gráðu í upplýsingatæknikerfum (Information Systems) frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og BSc í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands. Einar starfaði sem gagnasérfræðingur með áherslu á tækninýjungar og nýtingu gagna í Svíþjóð áður en hann var ráðinn til starfa hjá Maven. Ragnar Stefánsson er sérfræðingur í gagnavísindum með MSc gráðu í gagnavísindum frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla. Áður en Ragnar kom til Maven starfaði hann, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, fyrir WildLife Studios sem hannar farsímaleiki sem milljónir leikmanna um allan heim spila daglega. Hans hlutverk þar var að búa til spálíkön byggð á hegðunarmynstri notenda,“ segir í tilkynningunni. Um Maven segir að það sé þekkingarfyrirtæki í upplýsingatækni sem hafi hafið rekstur sinn árið 2021. „Í dag eru starfstöðvar félagsins tvær, í Reykjavík og Akureyri, auk þess sem það er með starfsfólk í Varsjá og Norður Karólínu. Félagið leggur áherslu á að gera stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja kleift að öðlast þekkingu og innsýn á þau gögn sem þau búa yfir. Kjarnaþjónustan felst í því að bjóða fyrirtækjum í ýmsum atvinnugeirum upp á aðkomu gagnasérfræðinga Maven sem skapa þekkingu úr margvíslegum gögnum, m.a. með greiningu og stefnumótun, uppbyggingu gagna- og tækniumhverfa, sjálfvirknivæðingu á verkferlum, samþættingu gagna á milli kerfa og gerð mælaborða fyrir stjórnendur. Stjórnendur fyrirtækja fá þannig betri innsýn inn í reksturinn sem leiðir til betri ákvörðunartöku og aukins virðis,“ segir um fyrirtækið.
Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun