Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 08:00 Pétur og Keflavík gerðu hvað þeir gátu til að stöðva Ægi Þór. Það gekk ... ekki vel. Vísir/Hulda Margrét Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór. Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum