Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2023 15:04 Lík borið úr rústum húss eftir loftárás á Gasaströndina fyrr í mánuðinum. AP/Ramez Mahmoud Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. Sisi sagði hættu á því að átökin á Gasa myndu vinda upp á sig og að öll Mið-Austurlönd gætu orðið eins og tifandi tímasprengja. Samkvæmt frétt Reuters sagði hann einnig virða ætti fullveldi Egyptalands, eftir að drónar voru skotnir þar niður í gær. Ísraelar hafa sakað Húta í Jemen, sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran, um að nota drónana. Sex slösuðust á jörðu niðri í bæjunum Taba og Nuweiba, þegar drónarnir voru skotnir niður. „Burtséð frá því hvaðan þeir komu, þá hef ég varað við útbreiðslu þessara átaka. Svæðið verður eins og tifandi tímasprengja sem mun hafa áhrif á okkur öll,“ sagði Sisi. Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands.AP/Jacquelyn Martin Samhliða mikilli fjölgun árása og líklegrar innrásar í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi lokuðu Ísraelar á rafmagn og síma- og netsamband á svæðinu. Það fólk sem náðst hefur í hefur sagt fjölmiðlum ytra að ástandið á svæðinu sé hræðilegt þar sem árásir hafi verið nánast stöðugar. Sjá einnig: Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. „Jörðin á Gasa skalf,“ sagði hann í yfirlýsingu samkvæmt Times of Israel. „Við gerðum árásir bæði ofan og neðanjarðar, við réðumst á hryðjuverkamenn af öllum tignum, hvar sem þeir voru.“ Þá sagði Gallant að hernaður Ísraela myndi halda áfram og að á sama tíma væri herinn tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Ísraelski herinn birti myndband í dag þar sem íbúar norðurhluta Gasastrandarinnar voru hvattir til að flýja til suðurs. Athygli vekur þó að yfirlýsingin er á ensku, með enskum texta og ætluð fólki sem talar arabísku og hefur ekki aðgang að internetinu eða símasambandi. An urgent message for the residents of Gaza: pic.twitter.com/GAW3a7lWt8— Israel Defense Forces (@IDF) October 28, 2023 Deilt um tölur frá Gasa Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar. „Ég myndi persónulega mæla með því að þið notuðu ekki tölur frá stofnun sem rekin er af hryðjuverkasamtökum,“ sagði Kirby. Talsmenn Hvíta hússins sögðu í kjölfarið að ríkisstjórn Bandaríkjanna mæti það svo að þúsundir hefðu fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina. Stór hluti þeirra væru þó Hamas-liðar. Þá segja Ísraelar að Hamas-liðar skýli sér bakvið óbreytta borgara og grafi meðal annars göng þeirra undir skóla og sjúkrahús. Ísraelar hafa einnig sagt að Hamas-samtökin hagnist beinlínis á mannfalli meðal óbreyttra borgara. Hamas-liðar hafa grafið gífurlega umfangsmikil göng undir Gasaströndinni. Telja tölurnar of lágar Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að kafa í tölurnar frá Gasaströndinni og kanna hvort þær væru trúverðugar og hvað væri hægt að lesa úr þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa í fyrri átökum á Gasaströndinni staðfest og skráð dauðsföll en samkvæmt starfsmönnum SÞ er það ekki hægt að þessu sinni vegna umfangs árásanna og fjölda látinna. Sumir starfsmenn SÞ sögðu blaðamönnum WSJ að þeir teldu tölur frá Hamas vera of lágar, þar sem fólk sem lægi enn í rústum húsa væri ekki talið með. Mögulega væri raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Myndefni sem tekið hefur verið upp á Gasaströndinni hefur sýnt að fjölmargir hafa fallið í árásum Ísraela og gervihnattamyndir sýna að eyðileggingin er mjög umfangsmikil. Blaðamenn WSJ báru saman tölur frá fyrri átökum á Gasaströndinni. Fyrst árið 2006, þegar Hamas átti í skammlífum en blóðugum átökum við meðlimi Fatah-hreyfingarinnar um stjórn Gasa. Þá samræmdust heildartölur frá ráðuneytinu, Sameinuðu þjóðunum og Ísrael. Í fimmtíu daga stríði Ísraela og Hamas árið 2014 féllu 2.310, samkvæmt ráðuneytinu. Sameinuðu þjóðirnar sögðu 2.251 og yfirvöld í Ísrael sögðu 2.125. Þá var þó deilt mikið um það hve stór hluti þeirra sem dóu voru vígamenn eða hefðu tekið þátt í átökunum og hve stór margir þeirra sem dóu hefðu verið óbreyttir borgarar. Í tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa er enginn greinarmunur gerður á borgurum og vígamönnum. Mun umfangsmeiri árásir en áður Í grein WSJ segir að þó Hamas-samtökin stjórni Gasaströndinni séu læknarnir og embættismennirnir sem halda utan um tölur látinna ekki tengdir samtökunum og að sagan sem farið er yfir hér að ofan gefi til kynna að hægt sé að treysta á tölurnar að einhverju leyti, samkvæmt viðmælendum frá Sameinuðu þjóðunum og hjálparsamtökum. Þúsundir hafa dáið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina.AP/Adel Hana Þó eru uppi efasemdir um fjölda látinna kvenna og barna. Í stríðinu 2014 voru ungir menn um 62 prósent þeirra sem dóu, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins frá þessum átökum eru þeir einungis 34 prósent látinna. Læknar og íbúar á Gasa segja þó að árásirnar síðustu vikur séu mun umfangsmeiri en þau hafi áður upplifað. Viðmælandi WSJ, sem er háttsettur embættismaður í ísraelska hernum, segir reglur stríðsins að þessu sinni vera öðruvísi en áður, þar sem Ísrael sé í formlegu stríði. Til marks um það má benda á að snemma í stríðinu tilkynntu Ísraelar að þeir væru hættir að „banka“, eins og það er kallað. Það er að varpa litlum sprengjum á hús nokkrum mínútum áður en stærri árásir eru gerðar, svo íbúar hafi tíma til að flýja. Áðurnefndur embættismaður segir þó að enn sé kapp lagt á að fylgja alþjóðalögum. Hann sagði að ef Ísraelar vildu gera árásir á óbreytta borgara gætu hundrað þúsund manns hafa fallið. „Menn, hryðjuverkamenn, eru á lífi í dag því við ákváðum að skaða ekki fólkið í kringum lína,“ sagði hermaðurinn. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Utanríkisráðherra segir miður að ekki hafi náðst samstaða um að fordæma hryðjuverk á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Krafa Íslands um mannúðarhlé á Gasa sé skýr, þrátt fyrir að Ísland hafi setið hjá þegar atkvæði voru greidd um ályktun Jórdana um slíkt mannúðarhlé. 28. október 2023 10:14 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Segja þrjú þúsund börn látin Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. 26. október 2023 15:27 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Sisi sagði hættu á því að átökin á Gasa myndu vinda upp á sig og að öll Mið-Austurlönd gætu orðið eins og tifandi tímasprengja. Samkvæmt frétt Reuters sagði hann einnig virða ætti fullveldi Egyptalands, eftir að drónar voru skotnir þar niður í gær. Ísraelar hafa sakað Húta í Jemen, sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran, um að nota drónana. Sex slösuðust á jörðu niðri í bæjunum Taba og Nuweiba, þegar drónarnir voru skotnir niður. „Burtséð frá því hvaðan þeir komu, þá hef ég varað við útbreiðslu þessara átaka. Svæðið verður eins og tifandi tímasprengja sem mun hafa áhrif á okkur öll,“ sagði Sisi. Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands.AP/Jacquelyn Martin Samhliða mikilli fjölgun árása og líklegrar innrásar í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi lokuðu Ísraelar á rafmagn og síma- og netsamband á svæðinu. Það fólk sem náðst hefur í hefur sagt fjölmiðlum ytra að ástandið á svæðinu sé hræðilegt þar sem árásir hafi verið nánast stöðugar. Sjá einnig: Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. „Jörðin á Gasa skalf,“ sagði hann í yfirlýsingu samkvæmt Times of Israel. „Við gerðum árásir bæði ofan og neðanjarðar, við réðumst á hryðjuverkamenn af öllum tignum, hvar sem þeir voru.“ Þá sagði Gallant að hernaður Ísraela myndi halda áfram og að á sama tíma væri herinn tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Ísraelski herinn birti myndband í dag þar sem íbúar norðurhluta Gasastrandarinnar voru hvattir til að flýja til suðurs. Athygli vekur þó að yfirlýsingin er á ensku, með enskum texta og ætluð fólki sem talar arabísku og hefur ekki aðgang að internetinu eða símasambandi. An urgent message for the residents of Gaza: pic.twitter.com/GAW3a7lWt8— Israel Defense Forces (@IDF) October 28, 2023 Deilt um tölur frá Gasa Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar. „Ég myndi persónulega mæla með því að þið notuðu ekki tölur frá stofnun sem rekin er af hryðjuverkasamtökum,“ sagði Kirby. Talsmenn Hvíta hússins sögðu í kjölfarið að ríkisstjórn Bandaríkjanna mæti það svo að þúsundir hefðu fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina. Stór hluti þeirra væru þó Hamas-liðar. Þá segja Ísraelar að Hamas-liðar skýli sér bakvið óbreytta borgara og grafi meðal annars göng þeirra undir skóla og sjúkrahús. Ísraelar hafa einnig sagt að Hamas-samtökin hagnist beinlínis á mannfalli meðal óbreyttra borgara. Hamas-liðar hafa grafið gífurlega umfangsmikil göng undir Gasaströndinni. Telja tölurnar of lágar Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að kafa í tölurnar frá Gasaströndinni og kanna hvort þær væru trúverðugar og hvað væri hægt að lesa úr þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa í fyrri átökum á Gasaströndinni staðfest og skráð dauðsföll en samkvæmt starfsmönnum SÞ er það ekki hægt að þessu sinni vegna umfangs árásanna og fjölda látinna. Sumir starfsmenn SÞ sögðu blaðamönnum WSJ að þeir teldu tölur frá Hamas vera of lágar, þar sem fólk sem lægi enn í rústum húsa væri ekki talið með. Mögulega væri raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Myndefni sem tekið hefur verið upp á Gasaströndinni hefur sýnt að fjölmargir hafa fallið í árásum Ísraela og gervihnattamyndir sýna að eyðileggingin er mjög umfangsmikil. Blaðamenn WSJ báru saman tölur frá fyrri átökum á Gasaströndinni. Fyrst árið 2006, þegar Hamas átti í skammlífum en blóðugum átökum við meðlimi Fatah-hreyfingarinnar um stjórn Gasa. Þá samræmdust heildartölur frá ráðuneytinu, Sameinuðu þjóðunum og Ísrael. Í fimmtíu daga stríði Ísraela og Hamas árið 2014 féllu 2.310, samkvæmt ráðuneytinu. Sameinuðu þjóðirnar sögðu 2.251 og yfirvöld í Ísrael sögðu 2.125. Þá var þó deilt mikið um það hve stór hluti þeirra sem dóu voru vígamenn eða hefðu tekið þátt í átökunum og hve stór margir þeirra sem dóu hefðu verið óbreyttir borgarar. Í tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa er enginn greinarmunur gerður á borgurum og vígamönnum. Mun umfangsmeiri árásir en áður Í grein WSJ segir að þó Hamas-samtökin stjórni Gasaströndinni séu læknarnir og embættismennirnir sem halda utan um tölur látinna ekki tengdir samtökunum og að sagan sem farið er yfir hér að ofan gefi til kynna að hægt sé að treysta á tölurnar að einhverju leyti, samkvæmt viðmælendum frá Sameinuðu þjóðunum og hjálparsamtökum. Þúsundir hafa dáið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina.AP/Adel Hana Þó eru uppi efasemdir um fjölda látinna kvenna og barna. Í stríðinu 2014 voru ungir menn um 62 prósent þeirra sem dóu, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins frá þessum átökum eru þeir einungis 34 prósent látinna. Læknar og íbúar á Gasa segja þó að árásirnar síðustu vikur séu mun umfangsmeiri en þau hafi áður upplifað. Viðmælandi WSJ, sem er háttsettur embættismaður í ísraelska hernum, segir reglur stríðsins að þessu sinni vera öðruvísi en áður, þar sem Ísrael sé í formlegu stríði. Til marks um það má benda á að snemma í stríðinu tilkynntu Ísraelar að þeir væru hættir að „banka“, eins og það er kallað. Það er að varpa litlum sprengjum á hús nokkrum mínútum áður en stærri árásir eru gerðar, svo íbúar hafi tíma til að flýja. Áðurnefndur embættismaður segir þó að enn sé kapp lagt á að fylgja alþjóðalögum. Hann sagði að ef Ísraelar vildu gera árásir á óbreytta borgara gætu hundrað þúsund manns hafa fallið. „Menn, hryðjuverkamenn, eru á lífi í dag því við ákváðum að skaða ekki fólkið í kringum lína,“ sagði hermaðurinn.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Utanríkisráðherra segir miður að ekki hafi náðst samstaða um að fordæma hryðjuverk á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Krafa Íslands um mannúðarhlé á Gasa sé skýr, þrátt fyrir að Ísland hafi setið hjá þegar atkvæði voru greidd um ályktun Jórdana um slíkt mannúðarhlé. 28. október 2023 10:14 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Segja þrjú þúsund börn látin Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. 26. október 2023 15:27 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06
„Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Utanríkisráðherra segir miður að ekki hafi náðst samstaða um að fordæma hryðjuverk á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Krafa Íslands um mannúðarhlé á Gasa sé skýr, þrátt fyrir að Ísland hafi setið hjá þegar atkvæði voru greidd um ályktun Jórdana um slíkt mannúðarhlé. 28. október 2023 10:14
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03
Segja þrjú þúsund börn látin Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. 26. október 2023 15:27