Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. október 2023 20:56 Stefán velti því upp hvað gæti komið í stað fyrir styttuna af séra Friðriki. Vísir/Vilhelm Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“ Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05