Gunnar hefur töluverða reynslu af því að standa á hliðarlínunni á íþróttamótum en strákarnir hans æfðu lengi fótbolta. Gunnar var einn viðmælanda í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport en þar ræddi hann hegðun í kringum íþróttamót.
„Við þurfum ákveða til hvers barnið er í íþróttinni. Er þetta hápunkturinn í lífi barnsins. Er þetta úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni leikur tíu ára barna á Akureyri á N1 mótinu. Er það lokapunkturinn eða er það bara eitt skref í því að læra. Læra að verða betra íþróttafólk eða læra að verða sterkari manneskjur.“
Hann segir foreldra oft telja sig vera að gera gagn með því að leiðbeina börnunum en slíkt geti haft þveröfug áhrif. Þannig heyri allir hvað sagt er þegar hrópaðar eru leiðbeiningar til barns líkt og að gefa boltann upp upp kantinn.
„Andstæðingurinn heyrði þetta líka. Sér að barnið hikar, fer fyrir sendinguna sem fer upp kantinn. Mómentið er ónýtt. Þú eyðilagðir fyrir barninu. Segjum svo að sendingin heppnist þá er það þín ákvörðun en ekki barnsins.“
Foreldrar þurfi að velta fyrir sér hvað þeir séu í raun og veru að gera þegar þeir hrópa og kalla á börnin sín á meðan þau eru að keppa í fótbolta.
„Það er stærðfræðipróf í skólanum á morgun. Eru ekki allir að mæta. Við ætlum bara að horfa á börnin taka stærðfræðipróf.“
Gunnar segir engum detta slíkt í hug en sjá má hér fyrir neðan samlíkingu sem Gunnar tekur af hegðun foreldra á ólíkum vettvangi.
Hægt er að sjá hluta af viðtalinu við Gunnar Helgason í spilarinum hér fyrir ofan
. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport geta séð þáttinn í heild.