Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frístundaheimili Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2023 08:01 Börn eru á bið eftir plássi á frístundaheimili víða í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 263 börn komin með pláss að hluta en á bið eftir fullu plássi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugildi á frístundaheimilum eða sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Enn á eftir að manna 52,3 grunnstöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest börn eru á bið eftir því að komast að í frístundaheimili á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð í Reykjavík. Þar bíða alls 212 börn eftir plássi og 86 eftir því að hlutapláss þeirra verði að fullu plássi. Í borgarhlutanum búa alls 5.030 grunnskólabörn og er því um að ræða 4,2 prósent þeirra. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Brosbær, Fjósið, Hvergiland, Kastali, Kátakot, Klapparholt, Regnbogaland, Simbað, Skógarsel, Stjörnuland, Tígrisbær, Töfrasel, Úlfabyggð og Víðisel. Næsflest bíða eftir því að komast að á frístundaheimilum sem tilheyra Norðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álftabær, Dalheimar, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Þar bíða alls 94 börn eftir plássi en 111 eru komin með pláss hluta úr degi en bíða þess að fá fulla vistun. Alls búa 2.532 börn í borgarhlutanum og er því um að ræða 3,7 prósent barna sem eru á bið eftir plássi. Alls eru svo 79 börn á bið eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Vesturmiðstöð og 37 sem eru komin með vistun að hluta. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland. Alls búa 3.202 grunnskólabörn í borgarhlutanum og eru því 2,4 prósent þeirra á bið eftir plássi á frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Fæst börn bíða svo eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Suðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinafell, Vinaheimar og Vinasel. Alls bíða 49 börn eftir plássi og eru 29 komin með vistun að hluta. Alls búa 3.828 börn í borgarhlutanum og eru því 1,2 prósent þeirra á bið eftir plássi. Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07 1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 263 börn komin með pláss að hluta en á bið eftir fullu plássi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugildi á frístundaheimilum eða sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Enn á eftir að manna 52,3 grunnstöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest börn eru á bið eftir því að komast að í frístundaheimili á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð í Reykjavík. Þar bíða alls 212 börn eftir plássi og 86 eftir því að hlutapláss þeirra verði að fullu plássi. Í borgarhlutanum búa alls 5.030 grunnskólabörn og er því um að ræða 4,2 prósent þeirra. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Brosbær, Fjósið, Hvergiland, Kastali, Kátakot, Klapparholt, Regnbogaland, Simbað, Skógarsel, Stjörnuland, Tígrisbær, Töfrasel, Úlfabyggð og Víðisel. Næsflest bíða eftir því að komast að á frístundaheimilum sem tilheyra Norðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álftabær, Dalheimar, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Þar bíða alls 94 börn eftir plássi en 111 eru komin með pláss hluta úr degi en bíða þess að fá fulla vistun. Alls búa 2.532 börn í borgarhlutanum og er því um að ræða 3,7 prósent barna sem eru á bið eftir plássi. Alls eru svo 79 börn á bið eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Vesturmiðstöð og 37 sem eru komin með vistun að hluta. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Draumaland, Eldflaugin, Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland. Alls búa 3.202 grunnskólabörn í borgarhlutanum og eru því 2,4 prósent þeirra á bið eftir plássi á frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Fæst börn bíða svo eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Suðurmiðstöð. Um er að ræða eftirtalin frístundaheimili: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinafell, Vinaheimar og Vinasel. Alls bíða 49 börn eftir plássi og eru 29 komin með vistun að hluta. Alls búa 3.828 börn í borgarhlutanum og eru því 1,2 prósent þeirra á bið eftir plássi.
Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07 1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. 7. september 2023 21:22
„Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. 3. september 2023 17:07
1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar. 2. september 2022 08:58