Thuram skaut Inter á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Thuram skaut Inter á topp Serie A.
Marcus Thuram skaut Inter á topp Serie A. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Sigurmark Marcus Thuram gegn Roma þýðir að Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Inter tók á móti lærisveinum José Mourinho í Roma í einum af stórleikjum helgarinnar í Serie A. Mourinho sjálfur var þó hvergi sjáanlegur enda í leikbanni eftir að vera sendur upp í stúku í 1-0 sigri Roma á Monza í síðust umferð.

Það verður seint sagt að Rómverjar hafi sýnt sínar bestu hliðar í Mílanó-borg í dag en liðið gat lítið sem ekki neitt sóknarlega. Það var ljóst að Rómverjar ætluðu að halda hreinu og fara heim með eitt stig í pokahorninu.

Það leikplan gekk ágætlega upp þangað til á 81. mínútu leiksins þegar Federico Dimarco sendi á Thuram sem kláraði afbragðs vel af stuttu færi. Staðan orðin 1-0 Inter í vil og það reyndust lokatölur leiksins.

Inter er mætt á topp deildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum. Roma er á sama tíma í 8. sæti með 14 stig.

Önnur úrslit í dag

  • Cagliari 4-3 Frosinone 
  • Monza 1-1 Udinese

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira