„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun