Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 08:02 Dómsmálaráðherra segir að unnið verði að nýrri aðgerðaáætlun upp úr úttekt GRETA. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. Úttekt hópsins var birt í dag og er þema hennar í ár aðgengi fórnarlamba að réttarvörslukerfinu og öðrum úrræðum. Í henni er það gagnrýnt að frá árinu 2010, þegar sakfellt var fyrir mansal í fyrsta sinn á Íslandi, hefur aðeins eitt mál farið fyrir dómstóla er varðar mansal. Málið endaði með sýknu í Landsrétti. „GRETA hefur áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands frá síðustu yfirferð í því að berjast gegn mansali og annarri hagnýtingu vinnuafls og hvetur íslensk stjórnvöld til að hvetja löggæsluaðila, vinnueftirlitsaðila, félagasamtök og aðra viðeigandi aðila til að gera meira til að bera kennsl á þolendur í nauðungarvinnu.“ Því hvetur sérfræðihópurinn íslenska ríkið til að rannsaka mansalsmál betur, auk þess sem hópurinn hvetur til þess að grunaðir séu sóttir til saka. Sé það bæði gert muni það leiða til sakfellinga og sanngjarnra og letjandi refsinga. Segir í úttektinni að helsta ástæða þess ekki séu sótt nægilega góð sönnunargögn í slíkum málum sé vegna takmarkaðra möguleika lögreglu, lítils mannafla, lélegs útbúnaðar, fjármagns og þjálfunar. Stjórnvöld eru hvött til þess að fræða og þjálfa viðbragðsaðila um mansal. Vísir/Vilhelm Bent er á það í úttekt GRETA að Ísland er að mestu móttökustaður þolenda mansals eða viðkomustaður þolenda á leið annað. Í skýrslunni segir að á meðan ekki sé skýrt verklag um það hvernig eigi að bera kennsl á þolendur án aðkomu réttarvörslukerfisins sé erfitt að vita hver raunverulegur fjöldi þolenda sé. Segir að frá 2019 til 2022 rannsakaði lögreglan alls 71 mál þar sem grunur lék á mansali 73 einstaklinga, en að aðeins eitt mál hafi endað fyrir dómstólum. Það hafi verið sakfellt í héraði en sýknað í Landsrétti. Málin voru ólík en 25 vörðuðu hagnýtingu vinnuafls, 19 þeirra vörðuðu kynlífsmansal, þrjú þvingað hjónaband og restin var ekki skilgreind. Alls voru 38 prósent þolenda konur og ellefu prósent börn. Á sama tíma hafi 25 þolendur leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis. Allt hafi það verið erlendir ríkisborgarar sem hafi verið hér í nauðungarvinnu. Það er gagnrýnt í skýrslunni að ekki fleiri mansalsmál hafi ratað fyrir dómstóla síðustu ár. Vísir/Vilhelm Í nýlegu svari dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, til þingmanns Framsóknarflokksins, Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, um mansal kemur jafnframt fram að alls hafi 34 mál verið til rannsóknar á árunum 2015 til 2022 hjá lögreglunni á Íslandi er vörðuðu mansal. Að meðaltali fjögur mál á ári. Alls voru 106 mál skráð sem grunur um mansal, eða 13 mál að meðaltali á ári. Þeim möguleika var bætt við árið 2019, að skrá grun um mansal. Vinnu- og kynlífsmansal algengast á Íslandi Þar kemur einnig fram að algengasta mynd mansals hér á landi sé vinnu- eða kynlífsmansal. Árin 2019 til 2021 voru 20 mál rannsökuð hjá lögreglu sem vinnumansal og 16 mál sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi. Árið 2022 voru fimm mál rannsökuð sem vinnumansal en þrjú sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi. Síðasta úttekt hópsins um Ísland kom út árið 2019 en hlutverk hópsins er að veita eftirlit með innleiðingu á samningi Evrópuráðsins gegn mansali frá árinu 2008. Ísland fullgilti samninginn árið 2012. Í úttektinni segir að einhverjar framfarir hafi verið í málaflokknum frá útgáfu síðustu úttektar eins og að ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum hafi verið uppfært árið 2021, ákvæðum í lögum um opinber innkaup hafi verið breytt árið 2019 og í júní hafi lög um meðferð sakamála einnig verið uppfærð í því tilliti að tryggja betur rétt þolenda. Þá er það sagt gott í úttektinni að þriðja aðgerðaráætlunin gegn mansali hafi verið samþykkt og að settur hafi verið af stað starfshópur sem eigi að fjalla um málaflokkinn. Þó ert bent á að fjármagn í málaflokknum endurspegli ekki þessar skuldbindingar og að tryggja þurfi fjármagn í fjárlögum til innleiðingar aðgerðanna í aðgerðaáætluninni. Þurfa að stíga frekari skref Á sama tíma segir að íslenska ríkið þurfi að stíga frekari skref til að tryggja að hægt sé að bera kennsl á fórnarlömb mansals með því að skýra verklagið og hlutverk allra viðbragðsaðila sem gætu á einhverjum tímapunkti komist í snertingu við þolendur mansals. Þá segir einnig að meiri áherslu eigi að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og að tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu sé ekki vísað aftur til landa þar sem þau eiga í hættu á að vera þolendur mansals á ný. Í úttektinni segir að samkvæmt upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum hafi verið borin kennsl á 30 möguleg fórnarlömb á tímabilinu 2015 til 2022. Málin hafi verið tilkynnt til lögreglu en enginn hafi fengið stöðu sem fórnarlamb mansals. Fjallað er nokkuð ítarlega um stöðu barna sem möguleg þolenda mansals og sérstaklega meðal fylgdarlausra barna. Segir að mikilvægt sé að búa til skýrt verklag sem aðstoði við að bera kennsl á mögulega þolendur mansals meðal barna og mikilvægt sé að taka sérstakar aðstæður þeirra og þarfir til greina. Þá er lögð áhersla á að fræða eigi öll börn um hættu á mansali og sérstaklega um tælingu á netinu. Upplýsingar á þeirra eigin tungumáli Bent er á mikilvægi þess að veita þolendum mansals ávallt góðar upplýsingar og á því tungumáli sem þau skilja. Afar algengt sé að fórnarlömb séu færð til landa þar sem tungumál þeirra eru ekki töluð. Þá er einnig bent á mikilvægi þess að þolendur séu látnir vita hver réttindi þeirra eru og að þeim sé skipaður lögmaður eða réttargæslumaður. GRETA minnir á að slík aðstoð eigi alltaf að vera gjaldfrjáls fyrir þolendur mansals. Ýmsar aðrar tillögur eru lagðar fram í úttektinni. Eins og að Lögmannafélagið bjóði upp á námskeið fyrir lögmenn með það að markmiði að þolendum verði ávallt skipaður lögmaður með sérþekkingu. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að breyta lögum til að tryggja að þolendum sé ekki refsað fyrir ólöglegt athæfi sem þau kunna að hafa tekið þátt í á meðan þau voru þolendur. Þá er bent á mikilvægi þess að komi upp mál þar sem grunur leikur á mansali að brotin séu rannsökuð þannig en ekki aðeins sem brot á vinnulöggjöf og að við rannsókn slíkra mála reyni lögregla líka að finna önnur sönnunargögn svo að þegar málið sé sótt sé það ekki aðeins vitnisburður þolenda sem eigi að styðjast við. Það setji mikla pressu á þolendur. Hægt er að kynna sér úttektina á vef Evrópuráðsins en í svari ráðherra, sem fjallað var um fyrr í fréttinni, kemur fram að á grundvelli þriðju úttektar GRETU ætli ráðherra að setja af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi aðgerðaáætlun. Þá hyggst ráðherra koma á meira samstarfi milli ráðuneyta. „…enda er mansal þannig málaflokkur að hann getur ekki verið einkamálefni eins ráðuneytis. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali. Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum,“ segir í svari ráðherra. Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. 9. desember 2019 22:10 Catalina gerir átján milljóna króna bótakröfu Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. 4. september 2019 08:45 Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir. 17. apríl 2019 12:29 Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. 28. nóvember 2018 07:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Úttekt hópsins var birt í dag og er þema hennar í ár aðgengi fórnarlamba að réttarvörslukerfinu og öðrum úrræðum. Í henni er það gagnrýnt að frá árinu 2010, þegar sakfellt var fyrir mansal í fyrsta sinn á Íslandi, hefur aðeins eitt mál farið fyrir dómstóla er varðar mansal. Málið endaði með sýknu í Landsrétti. „GRETA hefur áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands frá síðustu yfirferð í því að berjast gegn mansali og annarri hagnýtingu vinnuafls og hvetur íslensk stjórnvöld til að hvetja löggæsluaðila, vinnueftirlitsaðila, félagasamtök og aðra viðeigandi aðila til að gera meira til að bera kennsl á þolendur í nauðungarvinnu.“ Því hvetur sérfræðihópurinn íslenska ríkið til að rannsaka mansalsmál betur, auk þess sem hópurinn hvetur til þess að grunaðir séu sóttir til saka. Sé það bæði gert muni það leiða til sakfellinga og sanngjarnra og letjandi refsinga. Segir í úttektinni að helsta ástæða þess ekki séu sótt nægilega góð sönnunargögn í slíkum málum sé vegna takmarkaðra möguleika lögreglu, lítils mannafla, lélegs útbúnaðar, fjármagns og þjálfunar. Stjórnvöld eru hvött til þess að fræða og þjálfa viðbragðsaðila um mansal. Vísir/Vilhelm Bent er á það í úttekt GRETA að Ísland er að mestu móttökustaður þolenda mansals eða viðkomustaður þolenda á leið annað. Í skýrslunni segir að á meðan ekki sé skýrt verklag um það hvernig eigi að bera kennsl á þolendur án aðkomu réttarvörslukerfisins sé erfitt að vita hver raunverulegur fjöldi þolenda sé. Segir að frá 2019 til 2022 rannsakaði lögreglan alls 71 mál þar sem grunur lék á mansali 73 einstaklinga, en að aðeins eitt mál hafi endað fyrir dómstólum. Það hafi verið sakfellt í héraði en sýknað í Landsrétti. Málin voru ólík en 25 vörðuðu hagnýtingu vinnuafls, 19 þeirra vörðuðu kynlífsmansal, þrjú þvingað hjónaband og restin var ekki skilgreind. Alls voru 38 prósent þolenda konur og ellefu prósent börn. Á sama tíma hafi 25 þolendur leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis. Allt hafi það verið erlendir ríkisborgarar sem hafi verið hér í nauðungarvinnu. Það er gagnrýnt í skýrslunni að ekki fleiri mansalsmál hafi ratað fyrir dómstóla síðustu ár. Vísir/Vilhelm Í nýlegu svari dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, til þingmanns Framsóknarflokksins, Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, um mansal kemur jafnframt fram að alls hafi 34 mál verið til rannsóknar á árunum 2015 til 2022 hjá lögreglunni á Íslandi er vörðuðu mansal. Að meðaltali fjögur mál á ári. Alls voru 106 mál skráð sem grunur um mansal, eða 13 mál að meðaltali á ári. Þeim möguleika var bætt við árið 2019, að skrá grun um mansal. Vinnu- og kynlífsmansal algengast á Íslandi Þar kemur einnig fram að algengasta mynd mansals hér á landi sé vinnu- eða kynlífsmansal. Árin 2019 til 2021 voru 20 mál rannsökuð hjá lögreglu sem vinnumansal og 16 mál sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi. Árið 2022 voru fimm mál rannsökuð sem vinnumansal en þrjú sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi. Síðasta úttekt hópsins um Ísland kom út árið 2019 en hlutverk hópsins er að veita eftirlit með innleiðingu á samningi Evrópuráðsins gegn mansali frá árinu 2008. Ísland fullgilti samninginn árið 2012. Í úttektinni segir að einhverjar framfarir hafi verið í málaflokknum frá útgáfu síðustu úttektar eins og að ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum hafi verið uppfært árið 2021, ákvæðum í lögum um opinber innkaup hafi verið breytt árið 2019 og í júní hafi lög um meðferð sakamála einnig verið uppfærð í því tilliti að tryggja betur rétt þolenda. Þá er það sagt gott í úttektinni að þriðja aðgerðaráætlunin gegn mansali hafi verið samþykkt og að settur hafi verið af stað starfshópur sem eigi að fjalla um málaflokkinn. Þó ert bent á að fjármagn í málaflokknum endurspegli ekki þessar skuldbindingar og að tryggja þurfi fjármagn í fjárlögum til innleiðingar aðgerðanna í aðgerðaáætluninni. Þurfa að stíga frekari skref Á sama tíma segir að íslenska ríkið þurfi að stíga frekari skref til að tryggja að hægt sé að bera kennsl á fórnarlömb mansals með því að skýra verklagið og hlutverk allra viðbragðsaðila sem gætu á einhverjum tímapunkti komist í snertingu við þolendur mansals. Þá segir einnig að meiri áherslu eigi að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og að tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu sé ekki vísað aftur til landa þar sem þau eiga í hættu á að vera þolendur mansals á ný. Í úttektinni segir að samkvæmt upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum hafi verið borin kennsl á 30 möguleg fórnarlömb á tímabilinu 2015 til 2022. Málin hafi verið tilkynnt til lögreglu en enginn hafi fengið stöðu sem fórnarlamb mansals. Fjallað er nokkuð ítarlega um stöðu barna sem möguleg þolenda mansals og sérstaklega meðal fylgdarlausra barna. Segir að mikilvægt sé að búa til skýrt verklag sem aðstoði við að bera kennsl á mögulega þolendur mansals meðal barna og mikilvægt sé að taka sérstakar aðstæður þeirra og þarfir til greina. Þá er lögð áhersla á að fræða eigi öll börn um hættu á mansali og sérstaklega um tælingu á netinu. Upplýsingar á þeirra eigin tungumáli Bent er á mikilvægi þess að veita þolendum mansals ávallt góðar upplýsingar og á því tungumáli sem þau skilja. Afar algengt sé að fórnarlömb séu færð til landa þar sem tungumál þeirra eru ekki töluð. Þá er einnig bent á mikilvægi þess að þolendur séu látnir vita hver réttindi þeirra eru og að þeim sé skipaður lögmaður eða réttargæslumaður. GRETA minnir á að slík aðstoð eigi alltaf að vera gjaldfrjáls fyrir þolendur mansals. Ýmsar aðrar tillögur eru lagðar fram í úttektinni. Eins og að Lögmannafélagið bjóði upp á námskeið fyrir lögmenn með það að markmiði að þolendum verði ávallt skipaður lögmaður með sérþekkingu. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að breyta lögum til að tryggja að þolendum sé ekki refsað fyrir ólöglegt athæfi sem þau kunna að hafa tekið þátt í á meðan þau voru þolendur. Þá er bent á mikilvægi þess að komi upp mál þar sem grunur leikur á mansali að brotin séu rannsökuð þannig en ekki aðeins sem brot á vinnulöggjöf og að við rannsókn slíkra mála reyni lögregla líka að finna önnur sönnunargögn svo að þegar málið sé sótt sé það ekki aðeins vitnisburður þolenda sem eigi að styðjast við. Það setji mikla pressu á þolendur. Hægt er að kynna sér úttektina á vef Evrópuráðsins en í svari ráðherra, sem fjallað var um fyrr í fréttinni, kemur fram að á grundvelli þriðju úttektar GRETU ætli ráðherra að setja af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi aðgerðaáætlun. Þá hyggst ráðherra koma á meira samstarfi milli ráðuneyta. „…enda er mansal þannig málaflokkur að hann getur ekki verið einkamálefni eins ráðuneytis. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali. Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum,“ segir í svari ráðherra.
Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. 9. desember 2019 22:10 Catalina gerir átján milljóna króna bótakröfu Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. 4. september 2019 08:45 Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir. 17. apríl 2019 12:29 Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. 28. nóvember 2018 07:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01
gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. 9. desember 2019 22:10
Catalina gerir átján milljóna króna bótakröfu Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. 4. september 2019 08:45
Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir. 17. apríl 2019 12:29
Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. 28. nóvember 2018 07:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent