Erlent

Fimm látnir eftir skipa­á­rekstur í Norður­sjó

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá leitaraðgerðum eftir áreksturinn í gær.
Frá leitaraðgerðum eftir áreksturinn í gær. AP/Seenotretter

Minnst fimm eru látnir eftir að tvö flutningaskip skullu saman í Norðursjó nærri strönd Þýskalands. Annað skipið sökk í kjölfar árekstursins.

Áreksturinn varð í fyrrinótt, klukkan þrjú að íslenskum tíma, í grennd við eyjuna Heligoland. Björgunarsveitum tókst að koma tveimur til bjargar sem fallið höfðu í sjóinn en eitt lík var dregið úr sjónum í gærmorgun. 

Eftir margra klukkustunda leit að fjórum sjómönnum til viðbótar sem féllu í sjóinn við áreksturinn var aðgerðum hætt. Sjómennirnir fjórir hafa nú verið úrskurðaðir látnir. Haft er eftir yfirmanni sjóbjörgunarsveita Þýskalands í frétt DW að öll von um að finna sjómennina fjóra væri úti. 

Skipin heita Polesie og Verity. Verity er skipið sem sökk, sigldi undir breskum fána og var á leið frá Bremen í Þýskalandi til Immingham á Englandi. Verity var að flytja stál og geymdi jafnframt 1.300 rúmmetra af dísil í eldsneytistönkum sínum. Talið er að um 90 lítrar af dísil-eldsneyti hafi lekið úr skipinu. 


Tengdar fréttir

Flutningaskip rákust saman við Heligoland

Nokkurra er saknað eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Norðursjó í nótt í grennd við eyjuna Heligoland að sögn þýsku strandgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×