Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:58 Mikil röskun varð á skólastarfi í kórónuveirufaraldrinum og máttu nemendur til dæmis ekki koma með nesti í sumum skólum. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“ Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira