Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 10:34 Frá Acapulco í gær. Otis safnaði miklum krafti í gærkvöldi og náði landi klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Þá var klukkan fjögur að nóttu til í Mexíkó. EPA/David Guzman Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira