Bergný og Elín ráðnar til Kadeco Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 09:57 Bergný Jóna, til vinstri, og Elín. KADECO Kadeco hefur ráðið til starfa þær Bergnýju Jónu Sævarsdóttur og Elínu R. Guðnadóttur. Bergný er nýr sjálfbærnistjóri Kadeco og Elín nýr yfirverkefnastjóri. Í fréttatilkynningu um ráðningarnar segir að Bergný komi til Kadeco frá Suðurnesjabæ þar sem hún starfaði sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra frá árinu 2018. Þar áður hafi hún starfað sem gæða- og verkefnastjóri hjá Strætó bs. og Hugverkastofu. Bergný sé með MPM gráðu í verkefnastjórnun og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún sé formaður stjórnar félags stjórnsýslufræðinga og sitji í faghópi Stjórnvísi um ISO vottanir og gæðastjórnun. Elín hafi frá árinu 2020 starfað sem sérfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og komið meðal annars að gerð þróunaráætlunar K64 fyrir Kadeco, sem og vinnu við svæðisskipulag Austurlands. Þar áður hafi hún starfað sem sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og sem sjálfstæður ráðgjafi á Íslandi og í London. Elín sé landfræðingur með meistaragráðu í umhverfis- og þróunarfræði frá King’s College í London og meistaragráðu í stefnumótun frá City University í London. „Það er mikill fengur í því að fá þær Bergnýju og Elínu til liðs við okkur. Við stöndum frammi fyrir krefjandi og spennandi verkefni, það er að koma hugmyndunum í þróunaráætluninni, K64, í framkvæmd. Þær Bergný og Elín koma með mikilvæga reynslu til okkar sem mun reynast vel í þeirri vinnu. Við erum mjög lánsöm að fá svona öflugar konur til liðs við okkur og ég hlakka mikið til vinnunnar sem framundan er,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, leiðir samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um þróun, og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Vistaskipti Suðurnesjabær Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðningarnar segir að Bergný komi til Kadeco frá Suðurnesjabæ þar sem hún starfaði sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra frá árinu 2018. Þar áður hafi hún starfað sem gæða- og verkefnastjóri hjá Strætó bs. og Hugverkastofu. Bergný sé með MPM gráðu í verkefnastjórnun og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún sé formaður stjórnar félags stjórnsýslufræðinga og sitji í faghópi Stjórnvísi um ISO vottanir og gæðastjórnun. Elín hafi frá árinu 2020 starfað sem sérfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og komið meðal annars að gerð þróunaráætlunar K64 fyrir Kadeco, sem og vinnu við svæðisskipulag Austurlands. Þar áður hafi hún starfað sem sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og sem sjálfstæður ráðgjafi á Íslandi og í London. Elín sé landfræðingur með meistaragráðu í umhverfis- og þróunarfræði frá King’s College í London og meistaragráðu í stefnumótun frá City University í London. „Það er mikill fengur í því að fá þær Bergnýju og Elínu til liðs við okkur. Við stöndum frammi fyrir krefjandi og spennandi verkefni, það er að koma hugmyndunum í þróunaráætluninni, K64, í framkvæmd. Þær Bergný og Elín koma með mikilvæga reynslu til okkar sem mun reynast vel í þeirri vinnu. Við erum mjög lánsöm að fá svona öflugar konur til liðs við okkur og ég hlakka mikið til vinnunnar sem framundan er,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, leiðir samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um þróun, og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.
Vistaskipti Suðurnesjabær Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira