„Tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2023 20:55 Lögregla segist hafa þurft að stækka lokanir í miðbænum í dag, svo mörg voru mætt. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri samstöðu sem hafi myndast á Arnarhóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent