Lakers ekki unnið í fyrstu umferð síðan svartnættið 2016-17 reið yfir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2023 11:00 Þessir þrír voru samherjar síðast þegar Lakers vann leik á opnunardag. Victor Decolongon/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hefst með pompi og prakt í kvöld. Ríkjandi meistarar í Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn og ef marka má undanfarin tímabil má reikna með öruggum sigri heimaliðsins. Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira