Álftir búnar að éta upp átta hektara af korni hjá Björgvini bónda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. október 2023 20:50 Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal, sem hefur orðið fyrir miklu tjóni af völdum álfta í haust á kornökrum sínum í Gunnarsholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kornbóndi á Suðurlandi hefur orðið fyrir milljóna tjóni í haust vegna álfta, sem hafa étið upp sex til átta hektara af korni hjá honum. Bóndinn segir fuglana sitja um akrana en ekki má fækka þeim þar sem álftin er friðuð. „Alveg glatað“ segir bóndinn. Björgvin Þór Harðarson er einn af öflugri kornbændum landsins en auk þess að vera kornbóndi er hann svínabóndi á bænum Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi en hann ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan. En það er svartur blettur á kornræktinni en það er álftin og gæsin, sem liggur í kornökrunum og étur þá upp. Álftin er sérstaklega skæð hjá Björgvini á ökrunum hans í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem hann leigir af Landgræðslunni. „Þær sitja bara á kantinum og bíða á meðan maður er að þreskja og horfa á. Og svo þegar maður fer á kvöldi þá fara þær strax að kíkja á kornið, sem á eftir að slá. Ég held að hún sé búin að éta hjá mér og eyðileggja þetta árið svona sex til átta hektara,” segir Björgvin. Björgvin Þór ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björgvin Þór segir að það tjón, sé upp á einhverjar milljónir króna, sem fæst ekki bætt. „Maður þarf að búa við þetta, þetta er alveg glatað.” En hvað finnst Björgvini um að álftin sé friðuð? „Ég held að það þurfi eitthvað að fara að endurskoða það, það er orðið allt of mikið af þessu. Þetta er bara orðið stórt vandamál ég held að það þurfi að skoða það gaumgæfilega hvort það megi ekki eitthvað grisja þennan stofn,” segir Björgvin Þór. Álftirnar hafa étið upp á milli sex og átta hektara af korni hjá Björgvini Þór í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Björgvin Þór Harðarson er einn af öflugri kornbændum landsins en auk þess að vera kornbóndi er hann svínabóndi á bænum Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi en hann ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan. En það er svartur blettur á kornræktinni en það er álftin og gæsin, sem liggur í kornökrunum og étur þá upp. Álftin er sérstaklega skæð hjá Björgvini á ökrunum hans í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem hann leigir af Landgræðslunni. „Þær sitja bara á kantinum og bíða á meðan maður er að þreskja og horfa á. Og svo þegar maður fer á kvöldi þá fara þær strax að kíkja á kornið, sem á eftir að slá. Ég held að hún sé búin að éta hjá mér og eyðileggja þetta árið svona sex til átta hektara,” segir Björgvin. Björgvin Þór ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björgvin Þór segir að það tjón, sé upp á einhverjar milljónir króna, sem fæst ekki bætt. „Maður þarf að búa við þetta, þetta er alveg glatað.” En hvað finnst Björgvini um að álftin sé friðuð? „Ég held að það þurfi eitthvað að fara að endurskoða það, það er orðið allt of mikið af þessu. Þetta er bara orðið stórt vandamál ég held að það þurfi að skoða það gaumgæfilega hvort það megi ekki eitthvað grisja þennan stofn,” segir Björgvin Þór. Álftirnar hafa étið upp á milli sex og átta hektara af korni hjá Björgvini Þór í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira