Álftir búnar að éta upp átta hektara af korni hjá Björgvini bónda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. október 2023 20:50 Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal, sem hefur orðið fyrir miklu tjóni af völdum álfta í haust á kornökrum sínum í Gunnarsholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kornbóndi á Suðurlandi hefur orðið fyrir milljóna tjóni í haust vegna álfta, sem hafa étið upp sex til átta hektara af korni hjá honum. Bóndinn segir fuglana sitja um akrana en ekki má fækka þeim þar sem álftin er friðuð. „Alveg glatað“ segir bóndinn. Björgvin Þór Harðarson er einn af öflugri kornbændum landsins en auk þess að vera kornbóndi er hann svínabóndi á bænum Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi en hann ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan. En það er svartur blettur á kornræktinni en það er álftin og gæsin, sem liggur í kornökrunum og étur þá upp. Álftin er sérstaklega skæð hjá Björgvini á ökrunum hans í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem hann leigir af Landgræðslunni. „Þær sitja bara á kantinum og bíða á meðan maður er að þreskja og horfa á. Og svo þegar maður fer á kvöldi þá fara þær strax að kíkja á kornið, sem á eftir að slá. Ég held að hún sé búin að éta hjá mér og eyðileggja þetta árið svona sex til átta hektara,” segir Björgvin. Björgvin Þór ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björgvin Þór segir að það tjón, sé upp á einhverjar milljónir króna, sem fæst ekki bætt. „Maður þarf að búa við þetta, þetta er alveg glatað.” En hvað finnst Björgvini um að álftin sé friðuð? „Ég held að það þurfi eitthvað að fara að endurskoða það, það er orðið allt of mikið af þessu. Þetta er bara orðið stórt vandamál ég held að það þurfi að skoða það gaumgæfilega hvort það megi ekki eitthvað grisja þennan stofn,” segir Björgvin Þór. Álftirnar hafa étið upp á milli sex og átta hektara af korni hjá Björgvini Þór í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Björgvin Þór Harðarson er einn af öflugri kornbændum landsins en auk þess að vera kornbóndi er hann svínabóndi á bænum Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi en hann ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan. En það er svartur blettur á kornræktinni en það er álftin og gæsin, sem liggur í kornökrunum og étur þá upp. Álftin er sérstaklega skæð hjá Björgvini á ökrunum hans í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem hann leigir af Landgræðslunni. „Þær sitja bara á kantinum og bíða á meðan maður er að þreskja og horfa á. Og svo þegar maður fer á kvöldi þá fara þær strax að kíkja á kornið, sem á eftir að slá. Ég held að hún sé búin að éta hjá mér og eyðileggja þetta árið svona sex til átta hektara,” segir Björgvin. Björgvin Þór ræktar allt fóður í svínin sín sjálfur, sem sagt allt alið upp á íslensku fóðri þar sem byggið er megin uppistaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björgvin Þór segir að það tjón, sé upp á einhverjar milljónir króna, sem fæst ekki bætt. „Maður þarf að búa við þetta, þetta er alveg glatað.” En hvað finnst Björgvini um að álftin sé friðuð? „Ég held að það þurfi eitthvað að fara að endurskoða það, það er orðið allt of mikið af þessu. Þetta er bara orðið stórt vandamál ég held að það þurfi að skoða það gaumgæfilega hvort það megi ekki eitthvað grisja þennan stofn,” segir Björgvin Þór. Álftirnar hafa étið upp á milli sex og átta hektara af korni hjá Björgvini Þór í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira