Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2023 11:48 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir vanda bænda viðvarandi. Samtökin segja tólf milljarða vanta í íslenskan landbúnað til að viðhalda greininni. Vísir/Ívar Fannar Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Í kröfu samtakanna segir að alls vanti um tólf milljarða inn í greinina svo bændur geti greitt rekstrarkostnað og sjálfum sér lágmarkslaun. Misjafnt er eftir greinum hversu mikil þörfin er. Í tilkynningu samtakanna segir að vegna atburðarásar sem hafi hafist fyrir 24 mánuðum sé afkomubrestur í flestum greinum í landbúnaði. Bændur greiði nú mikið með framleiðslu sinni og geti varla greitt sér lágmarkslaun. „Það er okkar mat, eftir að við höfum legið yfir þessum gögnum, á þessu ári og sérstaklega vegna endurskoðunar á búvörusamningum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um mat samtakanna á tólf milljarða gati. Nokkrir hlutir hafi þar áhrif en nefnir framleiðslukostnað, kostnað aðfanga, heimsfaraldur Covid og stríðsátökin í Úkraínu. Það hafi orðið til þess að framleiðsluverðmæti hafi minnkað verulega. „Svo ekki síður þessar stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á okkur síðustu tvö árin. Sem leiða af sér að bændur eru nánast launalausir að framleiða matvæli,“ segir Gunnar. Hann segir að bændur hafi reynt að sækja sér auknar tekjur með verðhækkunum en að það hafi ekki verið auðsótt mál. Matarkarfan hafi hækkað verulega síðustu ár og að samtökin hafi því reynt að leggja áherslu á að finna einhverja leið sem ekki velti vandanum beint á neytendur. Í yfirlýsingu Bændasamtakanna segir einnig að samtökin hafi unnið síðustu mánuði að því að finna lausnir og að forsvarsmenn hafi hitt bæði atvinnuvega- og fjárlaganefnd þingsins auk matvælaráðherra. „Bændasamtökin hafa á þessum fundum lagt áherslu á að sú staða sem uppi er kemur til vegna utanaðkomandi aðstæðna, s.s. Covid faraldursins og stríðsins í Úkraínu, sem hafa leitt af sér ófyrirséðar aðfangahækkanir. Gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa síðan veikt stöðu bænda enn frekar,“ segir í tilkynningunni og að fyrir liggi að á þessu ári og í fyrra hafi 15,9 milljörðum verið velt út í verðlag með hækkun afurðaverðs. Það dugi þó ekki til. „Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs er enn bil sem þarf að brúa. Bændasamtökin hafa metið það bil á 9 til 12 milljarða sem tekur mið af því að bændur geti greitt rekstrarkostnað og njóti hið minnsta lágmarkslauna,“ segir í tilkynningunni og að það liggi á að finna lausn á þessu sem fyrst. Þurfi að tryggja matvælaöryggi Gunnar segir að í fjárlögum og fjármálaætlun 2024 til 2028 sé ekki að finna auka stuðning í greinina og að samtökin geri athugasemd við það. „Maður veltir því svona fyrir sér hvernig ráðamenn sjái fyrir sér að tryggja, í þjóðaröryggislegu tilliti, matvælaöryggi þjóðarinnar.“ „Þetta er gríðarlegur skellur,“ segir Gunnar og að bæði áburður og fóður hafi hækkað mikið í verði síðustu tvö árin. Hann segir starfsfólk samtakanna reglulega heyra í bændum sem beri sig afar illa, þá sérstaklega ungir bændur, sem hafa fjárfest mikið síðustu ár í rekstrinum. „Maður veltir því fyrir sér hvernig eigi að tryggja nýliðun í íslenskum landbúnaði á meðan það eru bara rauðar línur í Excel-skjalinu. Hvar metnaðurinn sé til að halda starfseminni áfram,“ segir Gunnar og að einnig hafi áhrif breyttar reglur um aðbúnað. Það þurfi meira pláss til að framleiða það sama og áður. Gunnar segir fundi samtakanna hafa gengið vel og að vel hafi verið tekið í mál þeirra. Það verði að koma í ljós síðar hverjar efndirnar verði. Það sé þó jákvætt að brugðist hafi verið við fyrir helgi með því að skipa starfshóp á vegum þriggja ráðuneyta til að skoða málið. Nýr starfshópur jákvæðar fréttir Tilkynnt var á föstudag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Hópurinn eigi að leggja mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum. Starfshópurinn mun draga saman nýjustu gögn um stöðuna og þróun síðustu missera. Í framhaldinu verða lagðar fram tillögur með hliðsjón af þessum gögnum og jafnframt leiða leitað til að auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Hópurinn mun verða í samráði við Byggðastofnun og önnur fjármálafyrirtæki auk hagsmunaaðila í landbúnaði. „Það eru væntingar um að það séu einhver ljós að kvikna einhvers staðar,“ segir Gunnar um þessa vinnu. Vandinn var viðurkenndur í fyrra með þessum svokölluðu sprettgreiðslum upp á tvo og hálfan milljarð. Við vorum þá búin að reikna að afkomuvandinn, bara vegna hækkana á afurðum til rekstrar voru níu milljaðar. Það komu tveir og hálfur milljarður á móti en restina hafa bændur til að fjármagna sjálfir. Vandinn er viðvarandi á þessu ári en það hefur ekkert komið á móti. Þetta er stórmál,“ segir Gunnar og samtökin vilji vekja athygli á þessu víðar. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Búvörusamningar Gjaldþrot Tengdar fréttir Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. 17. október 2023 13:31 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í kröfu samtakanna segir að alls vanti um tólf milljarða inn í greinina svo bændur geti greitt rekstrarkostnað og sjálfum sér lágmarkslaun. Misjafnt er eftir greinum hversu mikil þörfin er. Í tilkynningu samtakanna segir að vegna atburðarásar sem hafi hafist fyrir 24 mánuðum sé afkomubrestur í flestum greinum í landbúnaði. Bændur greiði nú mikið með framleiðslu sinni og geti varla greitt sér lágmarkslaun. „Það er okkar mat, eftir að við höfum legið yfir þessum gögnum, á þessu ári og sérstaklega vegna endurskoðunar á búvörusamningum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um mat samtakanna á tólf milljarða gati. Nokkrir hlutir hafi þar áhrif en nefnir framleiðslukostnað, kostnað aðfanga, heimsfaraldur Covid og stríðsátökin í Úkraínu. Það hafi orðið til þess að framleiðsluverðmæti hafi minnkað verulega. „Svo ekki síður þessar stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á okkur síðustu tvö árin. Sem leiða af sér að bændur eru nánast launalausir að framleiða matvæli,“ segir Gunnar. Hann segir að bændur hafi reynt að sækja sér auknar tekjur með verðhækkunum en að það hafi ekki verið auðsótt mál. Matarkarfan hafi hækkað verulega síðustu ár og að samtökin hafi því reynt að leggja áherslu á að finna einhverja leið sem ekki velti vandanum beint á neytendur. Í yfirlýsingu Bændasamtakanna segir einnig að samtökin hafi unnið síðustu mánuði að því að finna lausnir og að forsvarsmenn hafi hitt bæði atvinnuvega- og fjárlaganefnd þingsins auk matvælaráðherra. „Bændasamtökin hafa á þessum fundum lagt áherslu á að sú staða sem uppi er kemur til vegna utanaðkomandi aðstæðna, s.s. Covid faraldursins og stríðsins í Úkraínu, sem hafa leitt af sér ófyrirséðar aðfangahækkanir. Gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa síðan veikt stöðu bænda enn frekar,“ segir í tilkynningunni og að fyrir liggi að á þessu ári og í fyrra hafi 15,9 milljörðum verið velt út í verðlag með hækkun afurðaverðs. Það dugi þó ekki til. „Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs er enn bil sem þarf að brúa. Bændasamtökin hafa metið það bil á 9 til 12 milljarða sem tekur mið af því að bændur geti greitt rekstrarkostnað og njóti hið minnsta lágmarkslauna,“ segir í tilkynningunni og að það liggi á að finna lausn á þessu sem fyrst. Þurfi að tryggja matvælaöryggi Gunnar segir að í fjárlögum og fjármálaætlun 2024 til 2028 sé ekki að finna auka stuðning í greinina og að samtökin geri athugasemd við það. „Maður veltir því svona fyrir sér hvernig ráðamenn sjái fyrir sér að tryggja, í þjóðaröryggislegu tilliti, matvælaöryggi þjóðarinnar.“ „Þetta er gríðarlegur skellur,“ segir Gunnar og að bæði áburður og fóður hafi hækkað mikið í verði síðustu tvö árin. Hann segir starfsfólk samtakanna reglulega heyra í bændum sem beri sig afar illa, þá sérstaklega ungir bændur, sem hafa fjárfest mikið síðustu ár í rekstrinum. „Maður veltir því fyrir sér hvernig eigi að tryggja nýliðun í íslenskum landbúnaði á meðan það eru bara rauðar línur í Excel-skjalinu. Hvar metnaðurinn sé til að halda starfseminni áfram,“ segir Gunnar og að einnig hafi áhrif breyttar reglur um aðbúnað. Það þurfi meira pláss til að framleiða það sama og áður. Gunnar segir fundi samtakanna hafa gengið vel og að vel hafi verið tekið í mál þeirra. Það verði að koma í ljós síðar hverjar efndirnar verði. Það sé þó jákvætt að brugðist hafi verið við fyrir helgi með því að skipa starfshóp á vegum þriggja ráðuneyta til að skoða málið. Nýr starfshópur jákvæðar fréttir Tilkynnt var á föstudag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Hópurinn eigi að leggja mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum. Starfshópurinn mun draga saman nýjustu gögn um stöðuna og þróun síðustu missera. Í framhaldinu verða lagðar fram tillögur með hliðsjón af þessum gögnum og jafnframt leiða leitað til að auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Hópurinn mun verða í samráði við Byggðastofnun og önnur fjármálafyrirtæki auk hagsmunaaðila í landbúnaði. „Það eru væntingar um að það séu einhver ljós að kvikna einhvers staðar,“ segir Gunnar um þessa vinnu. Vandinn var viðurkenndur í fyrra með þessum svokölluðu sprettgreiðslum upp á tvo og hálfan milljarð. Við vorum þá búin að reikna að afkomuvandinn, bara vegna hækkana á afurðum til rekstrar voru níu milljaðar. Það komu tveir og hálfur milljarður á móti en restina hafa bændur til að fjármagna sjálfir. Vandinn er viðvarandi á þessu ári en það hefur ekkert komið á móti. Þetta er stórmál,“ segir Gunnar og samtökin vilji vekja athygli á þessu víðar.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Búvörusamningar Gjaldþrot Tengdar fréttir Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. 17. október 2023 13:31 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. 17. október 2023 13:31