Seðlabankinn beri skýra ábyrgð á grafalvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2023 20:00 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs telja aðgerðir Seðlabankans hafa haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn. Vísir/Hjalti Gríðarlegur samdráttur er í framboði á nýju húsnæði hér á landi. Formaður borgarráðs segir ekki hægt að kenna lóðaskorti í Reykjavík um en hvetur önnur sveitarfélög til að auka lóðaframboð. Formaður fasteignasala bætist í hóp þeirra sem telur Seðlabankann halda fasteignamarkaðnum niðri. Mikill samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda á landinu milli ára eða næstum sjötíu prósent samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar sem kom út í morgun. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins telur að margt komi til. „Launahækkanir, hækkandi verð aðfanga, aukinn vaxta- og fjármagnskostnaður. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu lækkaði líka skyndilega um mitt ár fór úr hundrað prósentum í ríflega þriðjung, þannig að það er einfaldlega mun dýrara að byggja íbúðir nú en fyrir ári,“ segir Sigurður. Ekki lóðaskortur í Reykjavík Sigurður segir að þrátt fyrir óhagstæð skilyrði leiti verktakar enn að nýjum verkefnum en lóðaskortur hamli uppbyggingu. „Heilt yfir er það þannig á markaðnum hvort sem það er í Reykjavík eða annars staðar að það vantar lóðir. Við sjáum að á sama tíma og það hefur hægt á sölu íbúða á markaði og uppbygging dregist saman, er einfaldlega slegist um hverja einustu lóð sem boðin er til sölu. Aðili sem vill ráðast í uppbyggingu á íbúðamarkaði hefur ekki um auðugan garð að gresja. Það er einfaldlega skortur á lóðum fyrir þá sem vilja byggja,“ segir Sigurður. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir þetta ekki eiga við um Reykjavík. „Nú er staðan sú að það er nóg af lóðum í Reykjavík, ég bendi á að inn á vef borgarinnar kemur t.d. fram að 2.800 íbúðir eru á byggingarhæfum lóðum. Við höfðum hins vegar til annarra sveitarfélaga að bjóða nýjar lóðir líkt og við höfum gert með rammasamkomulagi borgarinnar við stjórnvöld,“ segir Einar og bendir á að það sé fjármagnskostnaður sem haldi aftur af nýjum verkefnum sem sé alvarlegt. Seðlabankinn beri mikla ábyrgð á ástandinu Á sama tíma hefur eftirspurn eftir nýju húsnæði líka dregist mikið saman. Í nýjum tölum HMS kemur fram að fullbúnar íbúðir sem ekki eru teknar í notkun eru sex hundruð prósent fleiri nú en í fyrra. Þetta eru íbúðir sem bíða nýrra kaupenda. Flestar eða næstum þriðjungur þeirra er í Reykjavík. Sigurður Hannesson hjá SI telur að Seðlabankinn beri ábyrgð á þessari þróun. „Eftirspurninni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Annars vegar með háum vöxtum og hins vegar með strangari skilyrðum þegar kemur að greiðslumati hjá bönkunum,“ segir Sigurður. Hann segir erfitt að meta hvaða áhrif þetta muni hafa á verð fasteigna á næstunni en býst við hækkunum á næstu árum verði ekki gripið inn í. „Við verðum að muna að það tekur að jafnaði um tvö ár að byggja þar til hægt er að flytja inn. Þannig áhrifin af þessu koma fram eftir tvö til þrjú ár. Við erum að sigla inn í býsna erfitt ástand á húsnæðismarkaði ef ekkert verður að gert,“ segir hann. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að vissulega hafi Seðlabankinn áhrif á þennan markað. „Ég ætla ekki að gagnrýna Seðlabankann fyrir hans aðgerðir. En ég geri ráð fyrir að hann sé mjög meðvitaður um afleiðingar þess að húsnæðisuppbygging haldi ekki dampi eins og staðan er í dag. Það endar bara með meiri verðbólgu þegar þessar íbúðir koma um síðir inn á markaðinn,“ segir Einar. Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala er á sama máli. „Verðið á fasteignamarkaðnum hefur staðið í stað. Ástæðan er að Seðlabankinn heldur markaðnum svolítið niðri. Hann er með mjög háa vexti þannig að skilyrðin eru erfið og hreyfingin minni núna. Á sama tíma hleðst upp á eftirspurnarhliðinni á húsnæðismarkaði,“ segir Monika. Unga fólkið lengur í foreldrahúsum Monika segir að þetta ástand þýði að erfiðara sé fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn. „Unga fólkið er náttúrulega lengur heima því það hefur ekki ráð á fasteignakaupum. Miðað við núverandi stöðu gæti húsnæði hins vegar hækkað á næstu árum því það er ekki verið að framleiða nóg í dag. Þannig að það sér ekki endanlega fyrir endann á þessu ástandi miðað við núverandi stöðu,“ segir Monika. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Mikill samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda á landinu milli ára eða næstum sjötíu prósent samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar sem kom út í morgun. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins telur að margt komi til. „Launahækkanir, hækkandi verð aðfanga, aukinn vaxta- og fjármagnskostnaður. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu lækkaði líka skyndilega um mitt ár fór úr hundrað prósentum í ríflega þriðjung, þannig að það er einfaldlega mun dýrara að byggja íbúðir nú en fyrir ári,“ segir Sigurður. Ekki lóðaskortur í Reykjavík Sigurður segir að þrátt fyrir óhagstæð skilyrði leiti verktakar enn að nýjum verkefnum en lóðaskortur hamli uppbyggingu. „Heilt yfir er það þannig á markaðnum hvort sem það er í Reykjavík eða annars staðar að það vantar lóðir. Við sjáum að á sama tíma og það hefur hægt á sölu íbúða á markaði og uppbygging dregist saman, er einfaldlega slegist um hverja einustu lóð sem boðin er til sölu. Aðili sem vill ráðast í uppbyggingu á íbúðamarkaði hefur ekki um auðugan garð að gresja. Það er einfaldlega skortur á lóðum fyrir þá sem vilja byggja,“ segir Sigurður. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir þetta ekki eiga við um Reykjavík. „Nú er staðan sú að það er nóg af lóðum í Reykjavík, ég bendi á að inn á vef borgarinnar kemur t.d. fram að 2.800 íbúðir eru á byggingarhæfum lóðum. Við höfðum hins vegar til annarra sveitarfélaga að bjóða nýjar lóðir líkt og við höfum gert með rammasamkomulagi borgarinnar við stjórnvöld,“ segir Einar og bendir á að það sé fjármagnskostnaður sem haldi aftur af nýjum verkefnum sem sé alvarlegt. Seðlabankinn beri mikla ábyrgð á ástandinu Á sama tíma hefur eftirspurn eftir nýju húsnæði líka dregist mikið saman. Í nýjum tölum HMS kemur fram að fullbúnar íbúðir sem ekki eru teknar í notkun eru sex hundruð prósent fleiri nú en í fyrra. Þetta eru íbúðir sem bíða nýrra kaupenda. Flestar eða næstum þriðjungur þeirra er í Reykjavík. Sigurður Hannesson hjá SI telur að Seðlabankinn beri ábyrgð á þessari þróun. „Eftirspurninni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Annars vegar með háum vöxtum og hins vegar með strangari skilyrðum þegar kemur að greiðslumati hjá bönkunum,“ segir Sigurður. Hann segir erfitt að meta hvaða áhrif þetta muni hafa á verð fasteigna á næstunni en býst við hækkunum á næstu árum verði ekki gripið inn í. „Við verðum að muna að það tekur að jafnaði um tvö ár að byggja þar til hægt er að flytja inn. Þannig áhrifin af þessu koma fram eftir tvö til þrjú ár. Við erum að sigla inn í býsna erfitt ástand á húsnæðismarkaði ef ekkert verður að gert,“ segir hann. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að vissulega hafi Seðlabankinn áhrif á þennan markað. „Ég ætla ekki að gagnrýna Seðlabankann fyrir hans aðgerðir. En ég geri ráð fyrir að hann sé mjög meðvitaður um afleiðingar þess að húsnæðisuppbygging haldi ekki dampi eins og staðan er í dag. Það endar bara með meiri verðbólgu þegar þessar íbúðir koma um síðir inn á markaðinn,“ segir Einar. Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala er á sama máli. „Verðið á fasteignamarkaðnum hefur staðið í stað. Ástæðan er að Seðlabankinn heldur markaðnum svolítið niðri. Hann er með mjög háa vexti þannig að skilyrðin eru erfið og hreyfingin minni núna. Á sama tíma hleðst upp á eftirspurnarhliðinni á húsnæðismarkaði,“ segir Monika. Unga fólkið lengur í foreldrahúsum Monika segir að þetta ástand þýði að erfiðara sé fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn. „Unga fólkið er náttúrulega lengur heima því það hefur ekki ráð á fasteignakaupum. Miðað við núverandi stöðu gæti húsnæði hins vegar hækkað á næstu árum því það er ekki verið að framleiða nóg í dag. Þannig að það sér ekki endanlega fyrir endann á þessu ástandi miðað við núverandi stöðu,“ segir Monika.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira