Skýr merki um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2023 06:25 Ný spá HMS gerir ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár. Vísir/Vilhelm Nýjar tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýna að framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.683 íbúðum. Mikill samdráttur er þó í fjölda nýrra framkvæmda og nemur hann um 68 prósent á milli ára. Skýr merki eru um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar. Þetta er meðal þess kemur fram í nýrri greiningu HMS. Þar kemur fram að fjöldi íbúða í framkvæmdum þar sem framvinda standi í stað eykst á milli talninga og vísbendingar séu um að enn sé verið að hægja á framkvæmdum. Metur stofnunin því að einungis 6.738 íbúðir séu í virkri framleiðslu. Þá segir að fjöldi fullbúinna íbúða sem ekki séu teknar í notkun aukist um nærri 600 prósent á milli ára og séu skýr merki um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar. Búast megi við 2.838 fullbúnum íbúðum í ár og 2.624 íbúðum á næsta ári og þá geri ný spá ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár. „Samkvæmt nýjustu talningu HMS er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu þar eru 69,2% af öllum íbúðum sem eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík (2.607 íbúðir) næstflestar eru í Hafnarfirði (1.605 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (586 íbúðir) og Reykjanesbæ (399 íbúðir). Samdráttur í fjölda í búða í byggingu er í flestum sveitarfélögum mestur í Mosfellsbæ (45,5%) og Kópavogi (7,4%). Fjölgun er í Reykjavík um 7,2%. Enn eykst fjölda íbúða þar sem framvinda helst óbreytt á milli talninga. Mest er aukningin á framvindustigi 3 og 4. Ef framkvæmdir eru lengi á sama framvindustigi getur það verið vísbending um að hægt hafi verið á framkvæmdum og á það sérstaklega við um framvindustig 1 (jarðvinna hafin), framvindustig 2 (undirstöður tilbúnar) og framvindustig 4 (fokhelt mannvirki) þar sem yfirleitt má vænta þess að framvinda teljist á næsta framvindustigi á þeim 6 mánuðum sem að jafnaði eru á milli talninga HMS. Flestar íbúðirnar með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu en á þó við á öllum landssvæðum. Samkvæmt spá HMS sem byggir á talningunni þá má vænta þess að samdráttur verði í fjölda fullbúinna íbúða þriðja árið í röð og að það verði áframhaldandi samdráttur einnig á næsta ári. Nýja spáin gerir ráð fyrir að 2.838 íbúðir verði fullbúnar í ár og 2.624 íbúðir á næsta ári. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
Þetta er meðal þess kemur fram í nýrri greiningu HMS. Þar kemur fram að fjöldi íbúða í framkvæmdum þar sem framvinda standi í stað eykst á milli talninga og vísbendingar séu um að enn sé verið að hægja á framkvæmdum. Metur stofnunin því að einungis 6.738 íbúðir séu í virkri framleiðslu. Þá segir að fjöldi fullbúinna íbúða sem ekki séu teknar í notkun aukist um nærri 600 prósent á milli ára og séu skýr merki um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar. Búast megi við 2.838 fullbúnum íbúðum í ár og 2.624 íbúðum á næsta ári og þá geri ný spá ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár. „Samkvæmt nýjustu talningu HMS er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu þar eru 69,2% af öllum íbúðum sem eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík (2.607 íbúðir) næstflestar eru í Hafnarfirði (1.605 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (586 íbúðir) og Reykjanesbæ (399 íbúðir). Samdráttur í fjölda í búða í byggingu er í flestum sveitarfélögum mestur í Mosfellsbæ (45,5%) og Kópavogi (7,4%). Fjölgun er í Reykjavík um 7,2%. Enn eykst fjölda íbúða þar sem framvinda helst óbreytt á milli talninga. Mest er aukningin á framvindustigi 3 og 4. Ef framkvæmdir eru lengi á sama framvindustigi getur það verið vísbending um að hægt hafi verið á framkvæmdum og á það sérstaklega við um framvindustig 1 (jarðvinna hafin), framvindustig 2 (undirstöður tilbúnar) og framvindustig 4 (fokhelt mannvirki) þar sem yfirleitt má vænta þess að framvinda teljist á næsta framvindustigi á þeim 6 mánuðum sem að jafnaði eru á milli talninga HMS. Flestar íbúðirnar með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu en á þó við á öllum landssvæðum. Samkvæmt spá HMS sem byggir á talningunni þá má vænta þess að samdráttur verði í fjölda fullbúinna íbúða þriðja árið í röð og að það verði áframhaldandi samdráttur einnig á næsta ári. Nýja spáin gerir ráð fyrir að 2.838 íbúðir verði fullbúnar í ár og 2.624 íbúðir á næsta ári.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira